Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Interrail - Harkan 6!

22. apríl 2012 | aevintyri

13/4
Í þessum skrifuðu orðum erum við nú í lest frá Ungverjalandi niður til Serbíu á þessu 6 klukkustunda ferðalagi þá erum við búnar að syngja, borða þurrt brauð, taka allt uppúr töskunum og raða aftur í, tala við lögreglu frá Serbíu og Ungverjalandi, hrjóta, spila og þar fram eftir götum.
Í Ungverjalandi komumst við að því að sjálfstæðir íslendingar eru ekki velkomnir í skóbúðum og íslenskar stelpur eru lauslátar og ungverskir strákar líka eða það segir orðrómurinn, svo þið lauslátu stelpur heima á fróni þið getið komið til Ungverjalands í leit að „hugruðum“ strákum! Við komumst einnig að því að Ungverjar þola ekki ungverska hippa en útlenskir hippar eru hins vegar á Topp 5! Við elduðum okkar fyrstu máltíð sem heppnaðist einkar vel eða þar til við brutum glas og flösku, við prufuðum Ungversktþvottahús svo núna göngum við um ylmandi eins og Ungverjar. Við kynntumst fullt af hommum, okkar fyrstu hommar í ferðinni meira segja og ekki var það nú leiðinlegt, trylltur dans var stiginn í takt við tryllt Karókí og gátum prísað okkur sælar að hostinn okkar í Ungverjalandi gat ekki hostað okkur.

HÆ5!
14/4
Ferðin í Belgrad í Serbíu var ein með öllu!
Gistum saman á einbreiðri dýnu hjá svölum Króata með svona 20 auka manns í gistingu! Þegar við mættum í hús (sem við btw. rötuðum í sjálfar!) tók á móti okkur 2l bjórflaska, áströlsk stelpa, gaur frá Californíu og fullt af local fólki! Við dönsuðum á Dóná, borðuðum þjóðarnammi Serba, súkkuklaði popp (ógeðslega vont, hentum því í ruslið), keyptum okkur bananakókos ís og elduðum spaghetti. Síðast en alls ekki síst sáum við stærsta Dalmatíuhund sem við höfum á ævinni litið á, um 4 metrar á hæð, algjör toppur! Semsagt Serbía leynir á sér!
Enduðum daginn á því að kíkja á couch surfing og það lítur út fyrir að við séum að gera gott mót hérna í útlöndunum en allir sem við höfum hitt hafa gert report um okkur og það lítur út fyrir að litlu víkingahipparnir séu að falla í kramið hjá öllum vegna jákvæðni, gleði og góðs tónlistarsmekks! Go we!

Hamingja, hamingja, hamingja.
20/4
Lentar í Aþenu eftir skrautlegt ferðalag, á ekki önnur orð.
Lestarferðin frá Serbíu var horror! Byrjaði reyndar sjúklega spennandi þar sem við tókum næturlestina og kynntumst Nick, en hann er að ferðast einn um Evrópu. Eftir að hafa spilað og öskrað útí vindinn og lagst til hvílu vorum við vakin með óhljóðunum „PASSPORT, PASSPORT“! Þessar löggur í útlöndunum voru ekkert að spara hávaðann og ekkert að deila kurteisinni heldur. Þegar við loksins komum að landamærunum þá var okkur öllum skipað að skipta um vagn og fær allt draslið okkar yfir í hinn vagninn, svo voru allir vagnar teknir í burtu og löggan mætti aftur á svæðið og henti okkur út á teinana. Já klukkan 5 að nóttu stóðum við svona 20 manns á lestarteinum á landamærum Serbíu og Búlgaríu meðan löggan leitaði af smygluðum sígarettum, mjög skemmtilegt en stelpurnar létu það ekki á sig fá og tróðu upp við mikinn fögnuð hunda en því miður voru þeir mennsku ekki jafn sáttir. Eftir langa leit fengum við loksins að fara aftur í „þægindin“ en við þurftum að standa á lestarganginum með 30 öðrum næstu 2 timana til Sofia.
Eyddum einum degi í Sofia með 5 Serbum á leikvelli þar sem páskarir eru haldnir viku eftir á þeirra dagatali gátu þeir ekki séð sér fært að hafa neitt opið, ekki einu sinni almenningsklósett!
Um kvöldið var aftur stokkið af stað í lest og nú til Istanbul. Þrátt fyrir mestu lestarþægindi ferðarinnar var samt ýmislegt sem gekk á. Lestarstjórinn sem var um 70 ára gamall hafði mikinn áhuga á íslensku yngismeyjunum og var í því að banka á dyrnar hjá okkur og bjóða okkur í klefann sinn til að borða hnetur! Sexy, já
Istanbul var sjúkleg. Eyddum reyndar alltof litlum tíma þar og erum þess vegna á leiðinni aftur til Istanbul, bara verðum!
En erum búna að eiga góðan tíma í landi Herkúles, stoppuðum fyrst eina nótt í Thessaloniki og hittum þar Theo sem bauð okkur á leiklistaræfingu, mjög fróðlegt. Vorum svo 3 nætur hjá Stellios en Anna kynntist honum í Tanzaniu. Svo við erum búnar að sjá fullt af hauslausum og handalausum styttum, heimkynni Herkúles, taka þátt í Ólympíuleikunum og Karen fékk loksins að sjá sólina og brann til kaldra kola meðan Anna synti eins og höfrungur.
En næst á dagskrá er smá eyjahopp og síðan aftur til Tyrklands!
Víkingarnir kveðja (;

Posted in Óflokkað | 1 ummæli »

Interrail - tileinkad Elsu Skula

11. apríl 2012 | aevintyri

11/4

Jæja þá eru víkingarnir staddir í Bratislava í Slóvakíu og ferðalagið hingað til er búið að vera einkar áhugavert.

Dvölin í Póllandi opnaði augu okkar og urðum við heimsins vísari um ýmis málefni m.a um sögu Póllands. Warsaw var okkar fyrsta stopp en þar gistum við á hinu undraverða hosteli Okidoki. Þar sem við vorum á ferð um Pólland um páska var lítið um að vera og oft á tíðum leið okkur eins og „Palli var einn í heiminum“. Við skoðuðum gamla bæinn sem er víst ekki gamall því hann var endurbyggður eftir að alvöru gamli bærinn fór í rúst í Heimsstyrjöldinni svo það sem stendur þar nú er í raun bara „fake“ bær. Glæpasaga okkar hélt áfram en ástralir hafa einkar slæm áhrif á okkur og stálumst við í strætó án þessa að borga!

Í Krakáw urðum við heimsins vísari um spánverja en þar í landi var spánverji sem ákvað að taka okkur að sér. Við fyrstu sýn virtist hann nokkuð stabíll gæji sem dreymir um að flytja til Íslands og eigna sér íslenska hæfileika en eftir að í hýbíli hans var komið komumst við að því að þar var ekki allt með felldu. Þegar við gengum inn smaug þessi óhugnalega lykt í gegnum vit okkar og komumst við að því að maðurinn hefur ekki vaskað upp eftir sig í óralangan tíma né þvegið baðherbergið sitt. Svo við létum gott heita eftir eina vafasama nótt og stungum af til Prag. En þó maðurinn hafi verið frekar óhreinn þá kenndi hann okkur sitt hvað um sögu Krakáw og sýndi okkur helstu staði eins og Drekann sem saug allt vatnið úr ánni og kirkjuna sem spilar bara hálft lag eftir að upprunalegi spilarinn var skotinn með ör í miðju lagi og einnig kenndi hann okkur æsispennandi spil um byggingu kastala, Carcassonne að okkur minnir að héti.

Það var þó ein manneskja sem lét okkur ekki missa trúna á Póllandi en drengur að nafni Pawel (btw, hann ELSKAR ísland og íslenska tónlist) bjargaði okkur hetjulega eftir óhugnalega heimsókn í Auswitzh, en þið heima eigið honum mikið að þakka, án hans værum við ekki hér jafn lífsreyndar og lífsglaðar.

Ef Pólverjar fara nú að flykkjast í hundrað manna tali til Íslands má rekja það til okkar Karenar þar sem við höfum verið að selja ímynd Fróns af mikilli hæfni og einnig má þakka Sigurrós sem mun halda þar tónleika í September en spennan fyrir þeim tónleikum er mikil og nú þegar er orðið uppselt.

Eftir áhugaverða næturlest í Prag og sturtu á lestarvelli þar í landi ákváðum við loks að freista gæfunnar í Prag. Svo virðist sem ekkert geti stöðvað þessa glæpahneigð í okkur en við stálumst á klósett á Starbucks og lögregla þurfti að hafa afskitpi af okkur eftir að við settumst á handrið á mikilvægustu brú Prags, plús undir styttu af Jesú. Þvílíkt last. Það hlýtur eiginlega að fara að koma að því að Arnaldur eða Yrsa vilji fara að elta okkur eftir og skrifa næstu glæpasögu.

En þrátt fyrir þetta allt saman var Prag hin glæsilegasta borg og mikið um að vera og einsettum við okkur það að fara þangað í helgaferð um 50tugt en þá fáum við kannski frið fyrir hössli á borð við “your name is lovely”, “your name is pretty”.

We Love Prag

Eftir að við höfðum satt hungrið með yndislegri lauk pizzu fyrir litlar þúsund krónur og borðað þjóðarrétt Prags sem er kanilhringur með Nutella og keypt sólgleraugu og hippaklút í stað kristalla vegna peningaskorts, ákváðum við að nú væri komið að Bratislava.
Eftir að hafa horft á myndina Eurotrip höfum við borið okkur von í brjósti að hér gætum við jafnvel lifað eins og drottningar í ríki okkar!
Ferðin til Bratislava var nokkuð stressandi á köflum en við vorum næstum sendar til Vín í stað Bratislava en eins og sannir víkingar náðum við að redda því. Hvernig í ósköpunum áttum við að vita að lestir hér í landi skipta sér bara í tvennt eins og einginn sé morgundagurinn. Í Bratislava ákváðum við að freista gæfunnar enn og aftur á CouchSurfing þrátt fyrir fyrri reynslu, en við gistum hjá tveimur ungmennum sem munu vonandi ná að sýna okkur bestu hliðar Bratislava og afvega okkur af glæpabrautinni.

14 sársaukafullum tímum síðar

Slóvenísku krökkunum tókst heldur betur vel upp í dag. Við erum algjörlega mjólkaðar af göngu og fræðslusögum um Bratislava. Ótal fjallgöngur, steingervingaleit, hallarskoðanir (þar sem áhættuganga ætlaði allveg að fara með okkur). Engir stórfenglegir glæpir áttu sér stað og við erum svo búnar á því eftir daginn að við sjáum kálfana vaxa vegna nýrra vöðva!
Erum að vinna i að finna okkur gistingu í Ungverjalandi þessa stundina, erum búnar að fá boð í sveitasælu, ekki verra. En við munum taka næturlestina til Ungverjalands i nótt, ef það tekst ekki þá verður skoppast til Serbíu hina nóttina! Svo já ævintýragarparnir halda ótrauðir áfram með bakpokann stútfullan af reynslu eftir aðeins 6 daga ferðalag og 5 lönd!

Kram&knus

The A&K Team

p.s elsa skuladottir vid vonum ad tu njotir

Posted in Óflokkað | 3 ummæli »

Interrail aka Amazing race!

8. apríl 2012 | aevintyri

Heil og sæl!¨

Jæja, dömurnar staddar í Polandi í þessum skrifuðu orðum og ferðin búin að vera fáránlega skemmtileg!

Hittumst á Keflavíkurflugvelli eftir að ég var búin að vera í rosa stressi að koma mér heim frá Flórída, hljop úti bíl, skipti um tösku og tékkaði mig aftur inn.
Snilldin byrjaði í Leifstöð en þar ákvað Karen að þar sem hún nennti ekki í páskaeggjaleit að það væri bara allti lagi að stela einu páskaeggi sem smakkaðist gríðarlega vel í lestinni í Þýskalandinu!

fyrsti bjórinn var opnaður í leifsstöð um 07.00 til að fagna ferðinni, nýr sími keyptur (samt allveg sama týpa og gamli!) og við misstum næstum af flugvéllinni, ekki verra!

Lentum loksins í dk, fórum í Kristjaníu með Heiðu og brunuðum svo til Þýsklands þar sem við fengum að gista hjá aupair fj0lskyldu Karenar, þar fengum við besta morgunmat ever!
Svo áttum við eitt besta djamm sögunnar í Berlín þar sem við kynntumst full af fólki og skemmtilegheit! Eftir það tókum við svo amazing race að ná lestinni til Póllands en Karen var svo þunn að hún ætlaði aldrei að komast á fætur. held að fólk í Berlín hafi aldrei séð tvær stelpur með jafn stóra bakpoka hlaupa jafn hratt! Hélt ég myndi fá andarteppu eftir þetta kapphlaup! náðum sem betur fer lestinni og rúlluðum til warsaw! Erum svo á leiðinni til Kraká í dag og ætlum að fara til Vín og Bratislava og vera í Ungverjalandi á föstu/laugardag og svo sjáum við til ;)

Over and out!

Anna og Karen keppendur í amazing race ;)

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Getur þú hjálpað?

14. janúar 2012 | aevintyri

Hæ kæru lesendur

Núna langar mér að biðja ykkur um smá hjálp. Eins og þið vitið er Afríka fátækasta álfa heims, skortur á mat, skortur á vatni, mesti barnadauði í heimi, hæðsta tíðni HIV/AIDS og svo mætti lengi telja en það versta við þetta er að það er nánast engin menntun. Og þeir fáu sem komast í gengum Primary school og ná að skríða inní Secondary school eiga get ég sagt enga von á áframhaldandi námi nema eiga e-rn góðan bakhjarl eða ríka fjölskyldu og það er því miður ekki oft í stöðunni.

Ég vil meina það að ef þessi lönd eiga einhverntímann að geta staðið á eigin fótum og hætt að styðjast við hvíta fólkið þá þurfa þau menntun. Það er allt gott og blessað að gefa pening í hjálparstörf og byggja brunna og hús en til lengri tíma þá hjálpar það þeim ekkert, þau fá jú vatn og hús í x-langan tíma en svo þegar það eyðileggst hvað gerist þá? Ekkert.

Hvíta fólkið bjó þetta til, svo þau setjast niður og bíða eftir að hvíta fólkið komi aftur og lagi þetta. Því jú, þeim var ekki kennt að gera þetta sjálf. Væri ekki betra að eyða aðeins lengri tíma og aðeins meiri pening í eitt skipti, kenna þeim hvernig á að rækta, hvernig á að byggja brunna og skóla/kirkjur og þau geta haldið þessu við sjálf?

Allavegana, þá eignaðist ég marga góða vini á ferðum minum um Austur afríku síðustu mánuði, fólk sem breytti lífi mínu og hugsunum mínum. En núna langar mér að borga til baka og ég ákvað að hjálpa tveimur vinum mínum sem eru einir af þeim fáu sem komust áfram á menntaleiðinni löngu en vantar núna hjálp við að fjármagna nám sitt.
Mér langar að biðja ykkur um að lesa sögu þeirra og ef þið getið að aðstoða mig við að hjálpa þeim.

Anton
Anton Sylivester Alloyce that is my full name,a Tanzanianand i am living with my family i have 2 brothers and 1 sister but i am the first born.

I did both Ordinal level of secondary school and Advanced level where i finished 2010 and decided to apply UVIKIUTA’s program with CWY and this is because i used to pay fees of A..level by myself and i knew that i will not be able to pay for the University as it is expensive.So i was looking for something else and even after the results i got grade 3 of which i could not be able to study what i wanted, they said in order to get a loan from the government i supposed to take Education which was not my choice.

So i said let me find something else before my studies.I went Canada for the program as a participant after fighting a lot without any support because i used to tell my father and my mother to stop thinking about me for the case of school since i was in secondary school.I let them just to help my brothers and sister because i knew that they can’t because of our life in home.

I guess i was the best participant during the program.People in Canada(CWY) and uvikiuta used to said that through working hard and decipline to them that is why i have been chosen to be a supervisor for the same program with Kenyans.

Before working with them,i got to be accepted by one of University in Kilimanjaro for the Bachelor of Tourism and Hospitality Management but i didn’t get any support so i lost the opportunity. I started work with Uvikiuta and saving money for the school but the money i earned was not enough for the university that is why i am in the college now studying a Diploma in Travel and Tourism but i don’t give up for the bachelor.

My college is under the government and it is called National College of Tourism.The fee that i supposed to pay for my diploma for the whole year is 1.3 million,Tanzanian money which is the same like 800$ to 900$ but i only payed like 150$ and other money for the interview processes because i was in Kenya so i traveled to Arusha for the interview costing a lot of money for 3 days of it then going back Kenya to finish the program,other money i just use for transport from Uvikiuta to school everyday with lunch sometimes though i try to avoid lunch sometimes up to the time i go home.
We are now at the end of semister and when we get back i supposed to have those money remained,i am confused at all!

My future plan is to work for my family and for my further studies…i can’t start anything like owning my business til i help my family i know they don’t even have a house like the strong quality house so by that time i will be employed i guess.

Anton er elstur úr 4 systkinahópi. Hann er að læra Ferðamálafræði í skóla sem er kallaður National College of Tourism. Fyrir tveimur árum var hann í sjálfboðaverkefni milli Tanzaniu og Canda – Canda World Youth, þar sem hann vann sjálfboðastörf í 3 mánuði í Tanzaniu og 3 í Canada með 8 öðrum Tanzaniubúum og 9 Candabúum. Hann stóð sig svo vel í því prógrammi að hann var valinn til að vera programm leader af samskonar prógrammi milli Tanzaniu og Kenya. Hann leiddi þar 9 ungmenni frá Tanzaniu og 9 frá Kenya, 3m í Tanzaniu og 3 í Kenya. Draumur hans er að ferðast um allan heiminn og hafa bestu reynslunna. Honum langar að gera fyrirtæki og búa til hótel, honum langar ða kynna Tanzaniu fyrir öðrum þjóðum og hjálpa ungmennum að komast í skóla. Fjölskylda Antons getur ekki stutt hann við námið þar sem bæði eru þau fátæk og einnig ákvað hann að læra ferðamálafræði en ekki kennarann sem pabbi hann kaus frekar.

Msofi

Heitir í raun James Said Msofi og er fæddur 1990. Hann er að læra Information Technology í háskóla Dar es Salaam – University of Computing Center. http://www.ucc.co.tz/
Msofi var einnig einn af þeim sem var í Tanzania/Canada programminu, eftir að prógramminu lauk hefur hann verið duglegur að hjálpa öðrum sjálfboðaliðum að aðlagast Tanzanisku lifi og fá ungt fólk í Tanzaniu til að koma, verða virkt og taka þátt í næsta Canda world Youth. Msofi er ótrúlega flinkur á tölvur og er ótrúlega hjálpsamur og duglegur við allt. T.d þegar skjárinn á tölvunni minni brotnaði var hann fljótur að redda mér nýjum skjá og þegar það kviknaði í tölvunni var hann snöggur að finna fólk sem ég gæti talað við. En hann hefur aflað sér allrar sinnar þekkingar sjálfur og það er meira en að segja það þar sem það eru ekki tölvur í hverju húsi, hvað þá rafmagn og aðgangur að internetkaffi kostar meira en hann fær í mánaðarlaun…

Ég vona þið hafið fengið e-rja hugmynd um þessa tvo yndislegu stráka. Ef þið laumið á góðri hugmynd hvernig hægt er að styðja þá í námi þá megið þið endilega senda mér línu. En það lítur ekkert alltof vel út fyrir næstu önn hjá þeim.
Þið getið fundið þá á fb ef ykkur langar, þeir yrðu himin lifandi að heyra í fólki frá Íslandi 
-Anna

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Heimferð (nóv)

26. desember 2011 | aevintyri

Ætla að leyfa síðasta blogginu frá Tanzaniu að njóta sín..

19.10

Í dag eru 4 vikur í heimkomu. Vá hvað það er erfitt að trúa því.
Ég hef verið á flakki síðan 24. mai 2010, heimsott Danmorku, unnid ferska tvo manudi í rækjuvinnslu í Grænlandi, fór til London með mömmu og sá án efa besta söngleik sem ég hef séð, unnið á munaðarleysingjarheimili í Mozambique í 8 mánuði, heimsótti frábærar vinkonur í Amsterdam og Þýskalandi, skrapp heim í 4 vikur til að hitta frábæru sundkrakkana mina og skúraði sjúkraþjálfarann hátt og lágt áður en ég hoppaði í næstu flugvél til London til að eiga smá þátt í ævintýri Írisar og Þuru áður en ég skrapp til Tanzaníu, frábæru Afríku. Og núna er þessu öllu að ljúka í annað sinn.. eftir akkurat 4 vikur verð í í flugvélinni á leið frá London til Íslands. Skrítið.

Ekki datt mér í hug þegar ég var að skrifa blog mánuði fyrir brottför í Mozambique að ég ætti eftir að koma svona fljótt aftur til Afríku, jafnvel þó ég hafi lofað sjálfri mérg að koma fljóttfljótt! Skrítið þetta líf!

Annars er allt að smella hér eins og vanalega. Vinir útum allar trissur, gleði og hamingja. En á morgun ætla ég að skella mér heim til Kawe og á föstudagsmorgun til Irringa en Karen systir fór þangað í háskóla svo ætla ég að fara til Mpuguso og heimsækja gamla vini þar. Svo það er nóg að gera hér.. ég er að lofa mér I brúðkaup og afmæli hægri vinstri, ekki að átta mig á því að bráðum þurfi ég að fara heim.
Síðasta föstudag fór ég og Alice að heimsækja nýfætt barn vinkonu hennar, barnið var ekki einu sinni dags gamalt þegar við skunduðum inná spítala! En vá hvað þetta var gullfallegt barn, hún var svo agnarlítil að ég gat varla trúað því að ég væri að halda á lifandi barni. Og allt þetta hár sem hún var með!

3.11

Þá er ég komin heim frá Mpuguso.
Það var svo frábært, ég hreinlega elska þetta “þorp” en Mpuguso er lítið village, partur af Mbeya sem er stærsti bær í norðri og Mpuguso er staðsett í um 2ggja tíma fjarlægð.
Ferðin til Mpuguso tekur um 14 tíma ef þú ert heppin en yfirleitt eru það plus 1-4 tímar, mér til mikillar gleði.. Það mundu allir eftir litla Muzungunum sem fékk gat á hausinn, málaði skólann og hostelið.
Að hitta Mama David, Baba, kaka David, dada Pendo og Juli, Mr.Pardon og Oscar og alla hina var meiri gleði en ég get líst. Frá fyrsta skrefi útúr daladala leið mér eins og ég væri komin heim. Mama David tók fagnandi á móti mér og fór strax að elda eins og það væri stórhátíð.

Við David og Pardon forum á pikipiki (mótorhjól) til Lake Nyasa einn sunnudaginn og ég synti eins og ég hefði ekki séð vatn í þúsund ár, ég heimsótti ógrynni af fólki, eignaðist einn fleiri vini.
Að vakna klukkan 6 á morgnana við einu kúna sem við eigum baula og hænurnar hennar mömmu góla eins og enginn væri morgundagurinn, setjast við uppvaskið á koll með 3 fötur fullar af vatni, sjá sólinu koma upp og finna hvernig allt hlýnar smátt og smátt er tilfinning sem ég á eftir að sakna. Hver einasti morgun byrjaði um 6 með dada Pendo og Mama. Mama fór og hitaði vatn fyrir baba áður en hann fór í vinnu, Pendo fór að skúra húsið og ég fór í uppvaskið. Um 10 leitið var svo borðaður morgunmatur og eftir það fórum við Pendo á markaðinn til að kaupa í hádegismatinn. Að fara á markaðinn er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og með Pendo var það toppurinn. Tónlist í hverju húsi, básar fullir af tómötum, gúrkum, hrísgrjónum og piripiri. Krakkar á hlaupum kallandi “good morning madam, good morning teacher eða what is my name?” Og í endan var ég ekki einu sinni Muzungu, ég var bara Anna og það er stór sigur sem erfitt er að vinna!
En núna er ég komin aftur í umferðina, lætin, ysin og þysin. Ég gisti eina nótt í Mbezi áður en ég fór til Uvikiuta. Það var gaman að hitta systurnar aftur og ég er ekki viss hvernig ég á eftir að geta kvatt þær þegar ég fer heim.
Uppbyggingin við munaðarleysingjarhælið byrjaði í morgun og það lítur allt vel út. Erum reyndar bara komin með pening fyrir sturtunum og eitthvað örlítið meira en við byrjum allavegana á sturtunum. Betra en ekkert 
13/11
Jæja núna sit ég í síðasta skipti hér í Uvikiuta. Ég er búin að búa í Mbezi síðustu daga í góðu yfirlæti, kannski einum of góðu. Þessi elskulega fjölskylda gerir allt fyrir mig. En það er búið að vera frekar erfitt síðustu daga að kveðja alla, folk trúir því ekki að ég sé að fara. Að 6 mánuðir séu liðnir er ekki allveg að síast inn hérna megin. Og til að bæta það þá er búin að rigna meira síðustu 2 daga en síðustu mánuði og það er allt á floti, þegar ég stend og bíð eftir daladala þá nær vatnið mér uppá ökla og það fer hækkandi.. Sumstaðar er ekki einu sinni hægt að keyra, mér hlakkar ekkert rosalega til að sjá hvernig morgundagurinn verður en það er allveg nógu slæmt núna.
Þegar ég er heima í mbezi þarf að krossa yfir á sem er í raun ruslahaugur hverfisins og í morgun var búin að flæða yfir sandpokana sem gerði þér kleift að komast yfir án þess að sökkva í rusladrullu vatni. En einhver klár hafði sett spýtur yfir svo ég komst klakklaust yfir en ég er viss um þegar ég fer heim í kvöld verður þetta allt saman horfið. Svo ef ég kem ekki heim á fimmtudaginn þá hef ég vísast drukknað í ruslapokaánni svo óskið mér góðs gengis!
Annars svo þið fáið einhverja yfirsýn yfir plan næstu daga þá á ég flug til London á mánudegi. Ég verð í London frá þriðjudagsmorgni til fimmtudags en á fimmtudagsmiðnætti lendi ég í Keflavíkinni. Ég fæ sting í magann að skrifa þetta niður.. Greinilega er ég ekki kominn í ferðagírinn, en það er kannski ekki skrítið þar sem ég hef ekki einu sinni byrjað að pakka.
Hafið það sem allra best.

Hlakka til að sjá ykkur á fróni næstu vikur…

Mama Simba

26.12.2011

Jæja, ég er komin heim klakklaust. Búin að vera heima í mánuð. Uppbyggingin við munaðarleysingarhælið gekk að óskum og ný klósett/sturtur og eldhús tókst að gera klárt! Takk allir fyrir stuðninginn!!
Það er gott að vera komin heim en ég get ekki beðið eftir að komast aftur út í annað ævintýri…
Eigið yndislegan tíma um hátíðirnar

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Msongola Orphanage

8. október 2011 | aevintyri

Hae allir!

Nu erum vid ad safna fyrir munadarleysingjarhaeli her i utjadri Dar es Salaam. Heimilid heitir Msongola Orphanage og tid getid leitad af tvi a facebook. Tar eru allar upplysingar um verkefnid, kostnad og annad.

En okkur langar ad klara ad byggja sturtu, klosett og eldunaradstodu fyrir tau. En nuna fer rigningartimabilid ad byrja og tad vaeri aedi ef tau myndu loksins fa ad elda og borda turr!

Endilega skodid Msongola Orphanage a facebook. Getid lika sent mer post a annasigridur9@gmail.com

Asante sana!

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

“Rat in my kitchen”

5. október 2011 | aevintyri

30/9

“Rat in my kitchen, there is a rat in my kitchen. What can I do, what can I do” svona hljomadi godur sunnudagsmorgun her I UVIKIUTA tegar eg maetti thremur yndisfridum rottum a eldhusbordinu…

Mer vantar bara Drakula Greifa til ad fullkomna hollina mina en ad maeta hr.Joa ledurbloku a kvoldin og sopa ut kongulom og kakkalokkum a morgnana, slast vid apana um matinn, halda  kunum fra nytvegna tvottinum og lata haenurnar ekki gera tig bilada med ollu tessu goli daginn ut og inn ad gefa lifinu sma Drakula filing, bara gaman!

Loksins, loksins byrjadi ad rigna! Her hefur ekki ringt almennilega I dagodan tima og sidustu vikur hofum vid turft ad fara x-tra sparlega med vatnid og tad voru tonokkrir dagar tar sem ekkert vatn var til ad taka sturtu eda tvo fot, tad var lika aegilega huggulegt! En I dag hefur ringt latlaus, tad maetti halda ad einhver hafi rifid gat a himininn og tad er allt a floti.

Kitchen partyiid sem eg sagdi ykkur ad eg var bodin ad maeta I var vaegast sagt frabaert! Inn a milli var tetta to fullmikid fyrir mig og eg for allveg sma hja mer ad sja sumar af konunum dansa.. wow.. En kitchen party er bara fyrir konur, engir karlmenn leyfdir og tessar rolegu og half undirgefnu konur sem tu maetir a gotunni med barnid a bakinu, elda eda tvo tvott foru hamforum tetta kvold! Tad var svo mikil gledi I gangi, allir sungu, drukku og donsudu tangad til tad var ekkert eftir ! Lifsreynsla sem eg gleymi seint.

5/10

Pikipiki! Eg elska ad ferdast med pikipiki, en tad er einhversskonar samblanda af motorhjoli og krossara og liklegast eina farartaekid sem tu getur treyst a her tegar tu hefur ekki tima til ad vera I umferdarteppu (efast to um ad tad se einhver I tessu landi sem hefur ekki tima til ad vera I umferdarteppu, her er umferdarteppa alla daga, alltaf! Svo tad er enginn ad aesa sig yfir tvi tegar folk kemur 1,2-3 timum og seint, ekkert vid tvi ad gera svo afhverju aettirdu ad vera ad aesa tig yfir tvi) tad slaema er to ad enginn I umferdinni ber virdingu fyrir teim og teir keyra an hjalms og alls utbunadar svo nanast a hverjum degi er eg vitni ad einhversskonar pikipiki slysi. Annars eru umferdarslys hrikalega morg her , I sidustu viku var keyrt a litla stulku naestum fyrir utan tar sem samtokin eru stadsett, hun do. I tessari viku vard eg vitni ad tveimur pikipiki slysum sem betur fer ekki slaem og tegar eg for til Moragoro fyrir tveimur vikum voru tveir bilar utan vegar…

Hvad tarf ad gera til ad folk fari ad fara varlega og hugsa um hvad tad er ad gera? Habibu, einn vinur minn her lenti I slysi fyrir halfu ari sidan, hann la medvitundarlaus uppa spitala I heila viku og I dag eru olbogalidamotin? Ekki lengur til I hendinni hans svo hann getur ekki rett ur hendinni. Draumurinn hans er ad fara til Indlands og fara I adgerd, draumur sem er og verdur alltaf bara draumur..

Annars ta for sidasti hopurinn se meg kynntist her til Canada a sunnudaginn. Tad var erfitt ad kvedja, tad er alltaf jafn erfitt ad kvedja, helt eg myndi verda vel tjalfud I tessu eftir allan tennan tima og allar tessar kvedjur! En nuna eru tau saman I Canada 9 tanz og 9 can I 2 og halfan manud I vidbot. Tanzaniska gruppan hafdi mestar ahyggjur af vedrinu og voru ekki viss um ad tau gaetu lifad af tennan kulda og ta hrikalegu stadreynd ad tad vaeri bara ein heit maltid a dag og ekkert Ugali! Folkid fra Canada hlakkadi adalega til ad fara heim og borda skyndibita, taka heita alvoru sturtu og geta loksins setid aftur a klosettinu.

Einhvernveginn held eg ad tad se erfidara fyrir krakkana her ad adlagast “evropsku lifi” heldur en tad er fyrir okkur ad venjast “afrikulifi”. Og tho, tad er alls ekkert fyrir alla ad venjast hrisgrjonum alla daga, tvo tvott I hondunum, standa a klosettinu, bada tig ur fotu og ferdast eins og sardina. Kannski tad se bara jafn erfitt ad venjast ollum tessum velum sem vid notum, turfa ad vera a tima alla daga alltaf, kaldur matur, okurteisi og stress… Nei eg hreinlega veit ekki hvor er erfidara, aetli tad fari ekki bara eftir hverjum og einum.

 

Jaeja.. atela ad segja tetta gott i frettum i kvold..

Usiku mwema, lala salama!

-anna

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

Kenya!

13. september 2011 | aevintyri

2/9

Jæja þá er ég komin heim frá Kenya! Ben ákvað að senda mig til Kenya þar sem Tanzania-Kenya exchange programmið er að enda eftir viku og honum vantaði upplýsingar frá þeim en hafði ekki tíma til að ná í þær sjálfur.

Ég lagði af stað um 04.30 frá UVIKIUTA og var komin til Nairobi um 20:30, svo þetta var enginn skreppitúr!. En það gekk allt vel og ég sá Kilimanjaro svo ég er bara nokkuð sátt! J

Það var ótrúlega gaman að hitta alla aftur, en þetta er fólkið sem bauð mig velkomna til Tanzaniu og þau eiga stóran part í því hversu vel mér leið hérna fyrstu vikurnar.

Kenya er frábær! En djöfull er kalt þarna! Þegar fólk hér talar um kulda þá er það ekkert alvarlegur kuldi, skellir þér í síðar buxur eða peysu og þú hefur það gott. Svo þegar Ben sagði „Take all your warm clothes with you it is a bit cold over there“ hélt ég að það væri kannski örlítið kaldara en hér og ég myndi lifa af á flippfloppum og síðum buxum, en ákvað að kippa með mér ullarpeysunni góðu og einni hettupeysu til vonar og vara. En nei, ég endaði á því að kaupa mér strigaskó og var klædd í tvennar buxur, hettupeysu, ullarpeysu og húfu alla daga og á næturnar svaf ég með fjögur ullarteppi! Þetta var bara alls ekkert djók. Að taka sturtu var það sem ég kveið mest fyrir, en að standa nakin í moldarkofa með fötu af volgu vatni og reyna að skvetta því yfir þig á mettíma og reyna að verða örlítið hreinni áður en þú varst að játa þig sigraða fyrir kuldabola var ekkert grín.

Ég setti met í te-drykkju og meðaltal te-bolla voru um 10 á dag! Yfirleitt hata ég te og það er ekki fyrir mig en þau blanda SVO gott mjólkurte að ég var hálf sár þegar ég áttaði mig á því á leiðinni heim að ég fengi ekkert mjólkute á næstunni.

Það er hrikalega fallegt í Kimende og það eru tré allstaðar, og þarna í kuldanum uppí fjöllum búa fílar. Já risastórir fílar sem gera það að gamni sínu að traðka á trjám sem sjálboðaliðarnir eru að reyna að rækta upp. Ég heimsótti frumskóginn einn daginn til að heimsækja eitt verkefnanna og þegar ég kom blasti við mér girðing sem var svo illa brotin eftir fíl að það var eins og trukkur hafi keyrt yfir hana. Og fílinn hafði gert það gott og traðkað á meira en helmingi trjánna sem þau voru að reyna að rækta.

Kenya-búar eru ótrúlega stolt fólk. Á hverju einasta heimili getur þú séð eittvað sem tengist Obama, en að hann sé ættaður frá Kenya er allveg töluvert mikið mál og þú ættir að forðast það eins og þú getur að tala illa um Obama, annars fer illa fyrir þér. Svo eru það hlaupararnir, á hverjum einasta degi, á hverri einustu sjónvarpsstöð var verið að sýna hvar Kenya-menn voru að vinna verðlaun hægri-vinstri í hinum og þessum hlaupum. En þeir meiga nú allveg vera stoltir, að vera frá Austur-Afríku með öll þessi vandamál en eiga samt svona flott fólk er frábært.

12/9

Síðasta vika var hrikalega fljót að líða!

Fyrsta kona Tanzaninu (The first lady – Kona forsetans) kom og heimsótti okkur hér í Uvikiuta og það var öllu tjaldað til, fengum einhverja úrvalskokka til að elda og salurinn var skreyttur í fánalitunum. Ég bjóst ekki við miklu af þessari konu en hún kom mér á óvart. Hún talaðu um það að sama hvar þú býrð, í Afríku, Evrópu, Asíu.. Þá þarftu alltaf að vinna vel til að fá það sem þú vilt. Margir hafa þá ranghugmynd að ef þeir meika það til Evrópu þá geta þeir bara setið á rassinum og fengið það allt upp í hendurnar en svoleiðis er það ekki. Svo þið eruð unga fólkið, kynslóð sem eigið að láta til ykkar taka. Standið upp, berjist og vinnið fyrir því sem þið viljið fá.

Núna eyði nánast öllum helgum í Mbezi hjá „hinni“ fjölskyldunni minni því það eru engir sjálfboðaliðar eftir hér svo það er of rólegt fyrir mig..  En þar búa 3 systur, frænka og mamma. Þær eru yndislegar og það er alltaf fáránlega gaman að koma í heimsókn. Er búin að fá tvö boð í brúðkaup og næstu helgi er „eldhúspartý“ en það er held ég  næstum eins og gæsapartý.

 

 

-mama afrika

 

Posted in Óflokkað | 3 ummæli »

Ramadhan!

19. ágúst 2011 | aevintyri

16/8
Tíminn líður svo fljótt að ég hef ekki tekið eftir því að ég er búin að eyða meira er 12 mánuðum í Afríku, 1 ár! Það er skrítin tilfinning þegar ég hugsa um allan þennan tíma.
Í eitt ár hef ég þvegið fötin mín í höndunum, sofið undir moskítóneti, barist við moskító, borðað hrísgrjón/ugali(xima) á hverjum degi, staðið á klósettinu, tekið sturtu úr fötu með froskum og kakkalökkum, notið afríkusólarinnar, lært nýtt tungumál, kynnst hinu ótrúlegasta fólki, ferðast með daladala(chapa) (yfirleitt með andlitið í handakrikanum á næsta manni), vörubíl og deilt pallbíl með hermanni yfir þvera Mozambík. Ég hef dansað uppá þaki þangað til sólin kom upp, lent í uppþoti(mótmælum), séð hörmungar, upplifað hamingju, farið í brúðkaup, afmæli og jarðaför. Deilt rúmi með fimm, sofið á ströndinni og uppá þaki, synt í Indlandshafi og Lake Nyasa, verið ólögleg og lögleg, verið neitað um aðgang að Swazilandi, borðað banana í morgunmat, hádegismat og kvöldmat. Séð ljón, fátækt og ríkidæmi, verið skilin og misskilin. Eignast frábæra vini frá meira en 20 löndum og lært meira en ég hafði getað ýmindað mér.
Er það jákvætt að mannskepnan geti aðlagast nokkuð fljótt?
Ég og Philip vorum að velta fyrir okkur lífinu hérna og það var smá sjokk að komast aðþví hversu eðlilegt það er fyrir okkur að hitta einhvern sem ólst upp hjá frænda sínum því foreldrar hans voru of fátækir til að sjá um hann eða foreldrar hans dóu úr HIV/AIDS. Að mæta krökkum sem sitja í sandhrúgu í skítugum fötum og leika sér með ónýtan flippflopp og ýminda sér að hann sé bíll, að 15 ára stelpa sé að selja appelsínur í staðin fyrir að fara í skóla, að hitta enskukennara sem getur ekki kynnt sig á ensku.
Á morgnana þegar ég hef orku að vakna klukkan 6 til að fara út að hlaupa mæti ég yfirleitt mikið af fólki frá næsta „village“. Karlmenn á hjólum sem eru svo yfirfull af kókoshnetum eða eggjum að þeir eiga erfitt með að hjóla, konum/börnum með vatnsfötu á höfðinu og börnum með skólatöskur á leiðinni í skólann. Mér líður yfirleitt hálf heimskulega þegar ég mæti þeim á þessu morgunskokki mínu, ég að hlaupa bara því ég að ég ákvað að hlaupa í staðin fyrir að sofa klukkutíma lengur. En þau eru þarna því dagurinn byrjar um 5 leitið hjá þeim og ef þú ferð ekki og sækir vatnið þá er ekkert vatn, ef þú ferð ekki og selur eggin þín þá átt þú engan pening og færð ekkert að borða og ef þú leggur ekki nógu snemma af stað í skólann og mætir seint þá verður þér refsað.
Ég er búin að eignast góða vinkonu frá munaðarleysingjarhælinu, við erum jafngamlar og í sept þá er hún að fara í háskóla „If god wish“eins og hún orðar það. Hún ætlar að verða læknir, „If god wish“. Og ég? Hmm.. ég hef svo mikið af tækifærum og mörgu úr að velja að ég get ekki einu sinni valið hvað ég vil gera og einu framtíðarplönin sem ég hef núna er að gera mitt besta með þessa blessuðu rannsókn og njóta þess að vera í Afríku þangað til ég þarf að fara heim í nóvember.
Þið sem lesið þetta hafið eflaust mjög lélega mynd af Tanzaníu núna. Það var ekki ætlunin, ég elska Tanzaniu og núna veit ég að ég gæti ekki hugsað mér betri stað til að vera á en akkurat hér í Afríku. Sama hvar ég fer finn ég gleði, bros og tónlist.
18/8
Núna í ágúst er Ramadhan. Semsagt allir múslimar fasta og þar sem margir af vinum mínum eru múslimar ákváðum ég og Rebeca (Mexíkó)að fasta í tvo daga. Í dag er seinni dagurinn og ég verð að segja að ég bjóst við að ég myndi líða vítiskvalir og lægji einhversstaðar grenjandi seinnipart dags, en viti menn ég er hin hressasta og er meira að segja að spá í að fara út að hlaupa um 5 leitið.. ætla samt að sjá til þar sem ég hef ekki drukkið neitt síðan í gær svo það er kannski ekki besta hugmynd í heimi að hlaupa í steikjandi hita án þess að geta drukkið. En þegar maður fastar þá máttu hvorki borða né drekka frá sólarupprás til sólseturs. Svo klukkan hálf 7 í kvöld má ég borða og drekka, svo um 2 leitið í nótt er vaknað borðað einu sinni enn og drukkið og svo ekkert meira þangað til hálf 7 kvöldið eftir. Þetta er alls ekki lífstíll sem ég myndi velja mér fyrir 30 daga en það var gaman að prufa og vita að ég geti gert þetta án mikilla þjáninga!

-superwoman

Posted in Óflokkað | 6 ummæli »

Kazikazikazi..

10. ágúst 2011 | aevintyri

4/8

Lífið í UVIKIUTA þessa dagana er allveg á milljón. Eiginlega alltof mikið að gera en það er bara skemmtilegra.  Í næstu viku er „the international youth day“  og þá á að halda stóra hátíð hér í UVIKIUTA. Við erum með workshop fyrir yfir 100 mans og ég á að halda workshop um „innihald sjálboðaliða“ (vá hvað ég er léleg að þýða, íslenskan mín er allveg að fjara út held ég) svo það er alltof mikið í gangi.

Ég held ég sé með gistipláss í allavegana öðru hverju landi í heiminum núna! Á frábæra vini frá Spáni, Canada, Japan, Skotlandi, Írlandi, Kóreu.. er orðins svo alþjóðleg þið skiljið J

Í síðustu viku heimsótti ég workshop í Zanzibar, við vorum að kenna ensku, spænsku, frönsku og mála skóla.  Zanzibar er skrítinn staður til að vera á. Þetta er eyja rétt fyrir utan Dar es Salaam og þau vilja helst vera sér land og eru með einhverja sérstaka ríkisstjórn og þú þarf að sýna passan þinn og gera gein fyrir því hvað þú ætlar að gera þarna svo núna er ég með stimpill frá Zanzibar! Vúhú, ég ætla sko að ramma inn passann minn þegar hann er útrunninn! Ég elska að fá svona stimpla.

Annars já Zanzibar, flestir eru múslimar og það er moskva í gangi daginn út og daginn inn. Og það eru svo margar reglur, ef þú ert kvennmaður þá þarftu að vera í bol sem skýlir öxlum og bringu og vera helst í pilsi sem nær yfir hné og ef það er ekki pils þá þarftu að vera í síðum buxum. Karlar meiga eiga fjórar konur og ég eignaðist vin sem er 21 árs og hann á 2 konur og tvö börn, og hann er að leita af þriðju konunni! Þetta sló mig virkilega.. við spjölluðum saman og honum finnst þetta bara frábært, hann skiptir vikunni á milli kvennana og segir að þær séu frábærar vinkonur og það sé bara betra að hafa margar konur. Við vorum með workshop fyrir unga fólkið í nágrenninu um jafnrétti og þau virðast ekki sjá neitt að því að karlar hafa fjölkvæni, konan vinni heima eldi og sjá um börnin og strákarnir séu í forgangi að komast í skóla.  Svo já, ég lærði heilmikið á því að fara til Zanzibar!

Í allan dag höfum við ekki haft neitt rafmagn vegna rigningar og þar sem ég var umvafinn sjálfboðaliðum með batterílausa síma, ipoda og tölvur kvartandi yfir rafmagnsleysi (notum sólarorku svo ský=ekkert rafmagn) Komst ég að því hversu lítil áhrif rafmgagn og allt þetta x-tra sem við höfum yfirleitt skiptir mig engu máli lengur.  Ef það er ekki rafmagn þá er bara ekki rafmagn, Hakuna Matata og farðu að gera eitthvað annað.. þetta venst agalega fljótt.

10/8

Jæja ég er sjálfboðaliði 1 af 99 (s.s búin að vera hér lengst) Næs!

Er hress og kát, kíktí á munaðarleysingjarhælið í dag, alltaf jafn gaman að hitta krakkana! Þau eru svo frábær. Við Philip hittum einn af þeim sem eru að styrkja heimilið og fjölskylda og vinir Philips lögðu í púkk og núna eru þau að fara ða strykja 1-2 unglinga til að fara í Framhaldsskóla og byrja í Háskóla. Svo allir voru með stórt bros í dag J

Hef mjög takmarkaðann tíma fyrir blogg þessa dagana svo ég ætla að láta þetta nægja og einn daginn fáið þið gott blogg um lífið og tilveruna hér.

Hafið það gott!

Kwaheri!

Posted in Óflokkað | 4 ummæli »

« Fyrri færslur