Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Expressó hvað???!

24. mars 2011 | aevintyri

Mozambique! Linda Mozambique!

Jæja loksins komin aftur i menninguna eftir 18 daga ferðalag um Moz. Tetta var klárlega toppurinn á öllu!

Ferðalagið hófst 04.00 að morgni laugardags þegar góðvinur minn Beni pikkaði okkur Sarah upp og keyrði okkur til junta, en það er aðalrútumiðstöð Moz. Ferðin byrjaði vel með fætingi við mr. löggumann sem vildi mútur því við vorum ekki með pappíra frá Infantario næsnæs! En við erum hörkukvennmenn og létum ekki valta yfir okkur! Nei takk! Eftir 2 tíma bið eftir expressónum okkar kom þessi agalega lúxus rúta! Haleljúja!

Þetta var hið mesta skrapatól sem ég hef séð lengi.. ég var nett stressuð fyrir afturendanum minum að sitja þarna i heila 3 daga! Já í dag er ég með myndarle kassalagaðan afturenda! Rutferdin gekk upp og ofan.. eftir 10 min öskur og læti frá 5 ára strák við hliðiná okkur kom i ljós að mamma hans hafði einhvernvegin tekist ad missa af rútunni! Good job! En það bjargaðist á endanum og mamman hoppaði uppí á næstu bensínstöð. Eftir 14 tíma keyrslu með undarlegu fólki í öftustu röð vöknuðum við upp við að einhver var að þukla a andlitunum á okkur og við opnum augun í okkar sakleysi og þá sjáum við þessi myndarlegu handjárn.. já við ferðuðums með 8 föngum i heila 3 daga.. pinku krípi að komast að þvi í svartamyrki out of nowhere! Annars var þetta ekki svo erfitt, þegar ég hélt ég væri ad fara yfirum leit ég yfir rútuna og þakkaði fyrir ad vera ekki ein af þeim 20 sem þurftu að standa alla leiðina!

Annars komum við til Pemba á mánudegi og áttum yndislega viku þar, kynntumst enn meira af góðu fólki, fallegum stöðum, fórum á karnival, kíktum á fangelsið! Næst var ferðinni haldið til Ilha de Mozambique þar sem við hittum Lindu, 50Cent, Harry Potter og Jackson! Þessi staður er svo ólíkur restinni af Moz, þarna finnurðu gamlar byggingar frá portúgölum og kirkjur og moskvur útum allt, en bærinn er frekar draugalegur þar sem engir peningar eru til til að halda húsunum uppi. En samt sem áður paradís eins og allt annað! Eftir 2 frábærar nætur var haldið til napula þar sem sarah lenti i anskotans ribböldum en við lifðum af og tókum lúxus bus til Beira vid Lindu, þetta var sko alvöru lúxubus, hann hafði loftkælingu, halelúja!

Svo var tekid á honum stóra og við fórum á puttanum frá Beira til Vilianculu.. það var ákaflega sérstakt! Aldrei hélt ég að ég eftir að ferðast með risatrukk eða sitja aftaná pikkupp með hermanni i 40 stiga hita og deila með honum banana!

finallyfinally eftir 10 tima keyrslu meikuðum við það til vil og hittum gamla góða vini og áttum góðar stundir! Síðan var haldið til Tofo til að kveðja madam og tréhúsið með allt liðið frá Vil. i eftirdragi því það vill enginn missa af partýii með Sara og anna!

En í dag er ég aftur í maputo með frekar tómt hjarta eftir að hafa kvatt alla mozmbique og kvatt rúmið okkar Sarah.. það verður skrítið að fara að sofa í nótt og geta byllt sér á alla kanta eftir að hafa deilt rúmi með Sarah i 2 mánuði og meira að segja 6 fólki síðustu nætur undir stjörnubjörtum himni!

Fer til Johannesarborg á þriðjudag svo ég vildi bara láta heyra af mér..  Leyfi ykkur að heyra betri ferðasögu næst!¨

Take care

xoxo

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. sveinbjörn

  Jahérna, segi nú ekki annað. Þetta verða viðbrigði anna mín þegar þú kemur heim. Kanski best að vera úti í tjaldi fyrstu vikuna og láta færa þér hrisgrjón, Korka getur verið hjá þér svo getur þú komið inn svona hægt og bítandi…

 2. Gulla Sigga

  Ekkert smà skemmtilegt blogg, greinilega mikil lìfsreynsla ad baki thegar thu kemur heim! örlitid òlikt islandi! Njòttu thess ad vera tharna ùti.. èg bid svo ad heilsa Johannesarborg! :)

 3. Elsa Sigríður

  Anna mín. Ég hvet þig bara til að varðveita þetta blogg og allar myndirnar þínar. Ég er svo viss um að þú eigir eftir að geta notað þetta í kennslu og fræðslu. Svo vona ég að ferðin heim gangi vel. Anna þú átt svo mikið af vinum, frændfólki og fjölskyldu sem hlakkar svoooo til að fá þig heim.

 4. Íris

  Eins & alltaf er gaman að lesa bloggið þitt :) Ég er við það að deyja úr öfund!!

  Svo satt Elsa - ég get ekki beðið eftir að knúsa uppáhalds ævintýrastelpuna mína**