Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Afrika vs Evrópa!

4. apríl 2011 | aevintyri

Jæja mér tókst að komast til Þýskalands eftir þó nokkuð langa ferð og án stórkostlegra uppákomna! Ótrúlegt allveg hreint!

Síðustu dagarnir í Maputo fóru í að kveðja allt og alla og yndislegu vinkonur minar “Big Five” héldu þetta rosalega kveðjupartý handa mér á laugardagskvöldinu (býst við að þið hafið nú þegar séð myndir á fb!) Það var ekkert smá gaman að hitta alla saman og eyða góða kvöldstund. Þær voru búnar að elda ýmislegan mat og svo komum við Sarah með Tipo frá Inhambane og það vakti mikilla ánægju!

Á mánudegi fór ég í síðasta skipti í Infantario, krakkarnir voru svo glaðir að sjá mig aftur en ég  hafði ekki komið síðust tvær vikur vegna ferðalaga. Þetta var án efa erfiðasti dagur sem ég hef þurft að komast í gegnum. Í matartimanum var ég beðin að koma inní matsal og Irma Filomena þakkaði mér fyrir alla hjápina og óskaði mér alls góðs í lífinu og þegar ég hélt að ég gæti ekki hlustað á meir án þess að fara að hágrenja komu nokkrir krakkarnir upp knúsuðu mig og sögðu mér að fara með stolti, óskuðu mér góðrar heimferðar, spurðu hvort ég ætlaði nokkuð að vera lengi í burtu og hvort ég kæmi örugglega ekki aftur!

Ég veit ekki hvenar en ég veit að einn daginn kem ég aftur!

Þriðjudagur rann svo upp og fór dagurinn aðallega í það að hlaupa fram og aftur um bæinn og reyna að kveðja síðasta fólkið, pakka og vesenast. Við Big Five fórum út að borða og svo keyrði Ágústa mig niður að rútustöð - Ágústa takk kærlega fyrir alla hjálpina síðasta árið! - Þar biðu stelpurnar mín +Bito,  Handy og Dauto. Eftir að hafa tekið síðust myndirnar knúsað alla alltof oft og lofað hvor öðru að þetta sé bara “Ate logo” (hittumst seinna) og látið bílstjórann reyna á þolinmæði sína klöngruðumst við Sarah loksins uppí rútú. Ég get allveg sagt að síðasta minningin mín frá Maputo sé ein af þeim fyndnustu en þegar við keyrðum útúr bænum var það síðasta sem við sáum útum gluggan voru stelpurnar að dansa einn af dönsunum sem við lærðum. Vá ég gjrenjaði svo úr hlátri, þetta var bara alltof fyndið að sjá þær þarna hoppandi eins og bavíanar! Fólkið í rútunni var líka allveg frekar ánægt með þessa óvæntu dansuppákomu svo allir fóru brosandi frá Maputo.

Um hálf 5 komum við svo loksins til Joburg. Þar áttum við ansi skrautlegan morgun. Við náðum ekki í strákinn sem við ætluðum að gista hjá svo við eyddum nóttinni inní næsta molli við hliðiná kóksjálfsala, en það var svo hryllilega kalt að við máttum hafa okkur allar við að halda á okkur hita. Við klæddum okkur í sokka í fyrsta sinn í 8 mánuði og settum upp húfur og svo hjúfruðum við okkur við kóksjálfsalann en hann gaf frá sér nokkuð góðan hita sem betur fer! Deginum eyddum við svo í rölti um bæinn meðan við biðum eftir að strákurinn væri búinn í vinnunni. Vá hvað Joburg er stór borg! Þetta er bara það stærsta sem ég hef komist í kynni við, það er fólk útum allt! Stærstu byggingar sem augu mín hafa litið! Þetta var hálfgert sjokk að vera þarna og hugsa til þess að Joburg sé ein af hreinustu borgum sem ég hef séð og svo í nágrannalandinu er höfuðborgin eins og klósett! Það er allveg feikilegur munur á milli þessara tveggja landa. Afrika de Sul er jú mikið ríkari en Mozambique þo fátækt sé líka mikil í Afrika d.S en þú sérð það ekki svo glöggt þegar þú ert staddur í borginni en í Moz er allveg augljóst hversu mikil fátæktin er.

Eftir 3 góða daga í Afrika.d.S. rann svo föstudagurinn upp. Eftir að hafa þeyst um alla Joburg, tekið hinn og þennan chappa, fengið nokkur panikk köst þar sem það var alls ekki víst að ég næði í flugvöllinn í tæka tíð tókst okkur að komasta á flugvöllinn með hjálp frá góðum manni. Vona lukkan elti hann næstu árin! Fjúff..  En ég mátti þola illt augnaráð frá nokkrum flugþjónum og farþegum þegar ég loksins steig uppí flugvélina eftir að hafa fengið far hjá flugstjóranum útí vél! Gott þetta anna!

Eftir 19 tíma ferðalag, rigning, rok og brjálaðan kulda í Istanbul komst ég loksins til Amsterdam! Það var feikilega gott að sjá loksins einhvern sem ég þekkti þegar ég kom auga á Hafrúnu, Svanhvíti og Tinnu á vellinum. Það var feikilega gott að fá að knúsa þær loksins þó það hafi verið og sé enn rosalega óraunverulegt að hitta þær. Ég get bara engan veginn trúað því að ég sé komin aftur til Evrópu eftir 8 mánuði í Afríku.

Svanhvít fór til Íslands um klukkutíma eftir að ég kom svo við Tinna og Hafrún röltum af stað til að kynnast Amsterdam. Við áttum ótrúlega góðan dag í sólinni í Amsterdam og sáum m.a næstum því húsið hennar Önnu Frank, hvað er málið með þetta stálhús sem er búið að byggja þarna allt um kring??!

í gær fórum við þrjár svo yfir til Þýskalands, Hafrún pikkaði upp dótið sitt og hélt heim til Lúx en ég varð eftir heima hjá Tinnu. Ég er búin að drekka ógrynni af mjólk og fara í heita sturtu oftar en nauðsyn er en djöfull er kalt hérna! Og stelpurnar hlógu af mér þegar ég dróg upp lopapeysuna á flugvellinum! Ég þakka guði fyrir að hafa tekið lopann með mér þó mamma hafi sagt í London þegar ég var að fara ” Anna mín þú þarft nú ekkert á lopapeysu að halda í Afríku er það?” Jújú ég notaði hana nú allveg nokkur kvöld þar en hér gæti ég aldrei lifað af án hennar!

Á morgun ætla ég svo aftur yfir til Amsterdam þar sem ég ætla að vera á Hostel Marnex eða e-ð svoleiðis. Og vonandi leikur lukkan við mig og ég næ að halda mér á mottunni og ná vélinni heim á föstudaginn. Ef allt gengur eins og í sögu fáiði næsta blogg frá Íslandi.. og kannski smá x-tra fréttir.. :)

Beijos anna

Posted in Óflokkað

3 ummæli

 1. Anna Katrín

  Vúhú! Skemmtileg ferðasaga. Hlakka til að sjá þig elsku Anna mín. Kossar og knús.

 2. Bergrún Lilja

  Skemmti mér konunlega við að lesa þetta eins og venjulega :) Hlakka til að heyra meiri ferðasögur, gangi þér vel síðasta spölin

 3. Agla

  Djöfullinn hefði ég viljað vera með ykkur þarna dúllurnar mínar :) Ég get varla beðið þangað til þú hundskast heim kona! :D

  XOXO