Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Heima!

8. apríl 2011 | aevintyri

Jæja þá er ég komin heim eftir 10 mánaða flakk.. Danmörk, Grænland, Ísland, England, Mozambique, S-Afríka, Holland. Þýskaland, Holland og Ísland!
Ferðin heim gekk þokkalega og ég átti frábærann tíma með stelpunum í Amsterdam og hjá Tinnu í Þýskalandi! Takk allir fyrir allt saman!
Eftir endalausar lestaferðir fram og til baka um Þýskaland og Holland, skondnasta gistiheimili sem ég hef lent á, stress að vera tekin í lestinni því ég gleymdi að kaupa lestarmiða, lúr á flugstöðinni sem leiddi næstum til flugvélamissis, bið og endalausa bið eftir elsku fjölskyldunni sem ætlaði að taka á móti mér á flugvellinnum en lét mig bíða í 45min á flugstöðinni því ég hef svo gaman af þvi að vera á flugvöllum þá komst ég loksins, loksins heim!

Ég verð að viðurkenna að djöfull sakna ég elsku Afríku. Ég sakna sólarinnar og jafnvel þess að svitna eins og fíll þegar maður situr í rólegheitunum að drekka vatnsglas, ég sakna elsku krakkanna minna, fólksins, bom dia, boa tarde, boa noite. Ég sakna þess að fá bros frá öllum sem maður mætir, ég sakna þess að taka sturtu undir berum himni með kakkalökkum og froskum, ég sakna þess að borða hrísgrjón og xima, ég sakna þess að standa með Lindu á chappa stöðinni í 2 tíma biðröð á morgnanna, ég sakna þess að berjast um pláss í chappa, ég sakna þess að mæta í dansinn, ég sakna þess að vakna við hundsgelt og hanagal, ég sakna þess að heyra tónlist í hverju horni, ég sakna þess að sjá fólk dansandi á götunum, ég sakna þess að hlaupa út í rigninguna þegar aðrir hlaupa inn, ég sakna lyktarinnar, ég sakna.. ég sakna!
En það er líka gott að koma heim :)

Ég hef lært allveg ótrúlega mikið á síðustu mánuðum. Ég hef lært að njóta lífsins og meta það betur sem ég hef. Ekki gefast upp þó það komi erfiðleikar, á endanum kemur alltaf eitthvað gott. Trúin getur borið þig hálfa leið.. allavegana komst ég allaleið til Mozambique svo það segir sitt! Ég held að allir hafi eitthvað gott fram að færa jafnvel þó þeir haldi að þeir hafi ekki neitt. Þjóðverjar eru yndislegt fólk jafnvel þó þeir taki allt sem þeir borga fyrir! t.d serviettur, sykur, klósettpappír.. haha :) Þú getur lært eitthvað nýtt allstaðar, alltaf. Allir hafa gott af því að kynnast nýrri menningu og nýjum lifsháttum svo þeir geti skilið betur og virt aðstæður og hugsanir annarra. Ég eignaðist góða vini og frábærar minningar sem endast mér til eilífðar.

En ágætu lesendur, þessi x-tra frétt sem eg ætlaði að skella á ykkur er sú að afríku ævintýrið mitt er víst ekki allveg lokið.. Það lítur allt út fyrir það að ég skelli mér til Tanzaniu í sjálfboðastarf fyrir Evrópusambandið.. svo þið þurfið ekki að örvænta að bloggtími minn sé liðinn.. það lítur út fyrir að þetta sé allt saman bara rétt að byrja!

En ætla njóta lífsins á íslandi meðan tími gefst!
Eigið góða helgi
Beijos!

Posted in Óflokkað

Ein ummæli

  1. Hafrún

    ég veit að þú elskar að hanga á flugvöllum anna mín, ekki einusinni reyna að segja e-ð annað haha;D en gott að allt gekk vel hjá þér, sé þig vonandi brátt aftur elskan;*