Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Hakuna Matata!!

1. júní 2011 | aevintyri

31.5.11
Tilfiningin að vakna aftur upp við tónlist, hænur og geitur? Best.

Jæja eins og flest ykkar vita er ég komin aftur á vit ævintýranna og núna til Tanzaniu! Það verður ekki mikið betra ;)
En núna er ég að vinna í verkefni sem kallast „Volunteering matters“ en þetta er aðeins öðruvísi en ég hafði ýmindað mér og miklu, miklu umfangsmeira! UVIKIUTA nefnast samtökin sem ég er hjá núna vilja nefninlega verða hluti af ICVY samtökunum. En ICVY sendir fólk út í langtíma verkefni (6m-1ár). Og verkefnið mitt er að hjálpa þeim að verða hluti af þeim. Og það er bara ekkert djók, ég óska þess að ég væri búin með háskóla því þá væri ég búin að skrifa lokaritgerð og kynni upplýsingaöflun og setja saman upplýsingar.. en verkefnið mitt felst í því að taka viðtöl við sjálfboðaliða, verkefnastjóra, fósturfjölskyldur, yfirmenn skóla/heimilla og fólk í sendiráðinu/ráðuneytinu. Svo þarf ég að heimsækja fullt,fullt af verkefnum hér og þar um Tanzaniu til að sjá hvort lýsingin á verkefni stemmi við verkefnið. Og að lokum þarf ég svo að skila þessu öllu saman fallega uppsett og segja frá hverju ég komst að! Og eins og það sé ekki nóg þarf ég að hjálpa til við að skipuleggja 2 hátíðisdaga og búa til LOGO sem lýsir þessu verkefni! Svo já það er mikið verk fyrir höndum næstu 6 mánuði.. trallalalaa.. Hakuna Matata!
En lífið í Tanzaniu er bara súpergott! Ég er með sér herbergi og bý í svona kommúnu? En þetta er staðsett fyrir utan Dar es Salaam og ég bý nánast útí skógi sem er yndislegt! Hér eru litlir apar allstaðar, kýr á beit og bláir fuglar! Note to Aníta- við erum öll rosa góðir vinir (s.s ég, aparnir og geiturnar) ég passa mig á að vingast ekki við neinar hænur og ég borða ekki kjöt nema það sé fiskur! (ekki verið kjúlli hingað til!) Hérna búa sjálfboðaliðar, fólk sem vinnur hjá UVIKIUTA og svo er búið að stofna nokkurnvegin bæ fyrir fólk sem lifir sjálfsþurftarbúskap. En allir hjálpast að við að byggja húsin og svo lærirðu að rækta garðinn þinn og lifa af jörðinni.
Fólkið hérna er frábært og strax frá fyrsta degi var eins og ég hefði búið hérna alltaf. Sjálfboðaliðarnir eru allir í short term en þá eru þau bara frá 10 dögum uppí 3 mánuði svo ég verð í því að grenja úr mér augun þegar ég þarf að kveðja frábært fólk og brosa útað eyrum þegar ég kynnist nýju. Er búin að eignast frábæra vini frá Tanzaniu og Kenya en þau eru í skiptisjálfboðavinnu – hér í 3 mánuði og í Kenya í 3 mánuði. Og ég mun ferðast með þeim e-ð um Tanzaniu til að sjá hvernig verkefnið þeirra gengur fyrir sig og hlakka ég mikið til :)

Mamma; ekki hafa neinar áhyggjur af matarmálum.. þetta er allt í góðum höndum hjá Evu sem eldar besta mat sem ég hef kynnst í langaaaann tíma!

Magga; Hvernig gengur hjá þér? Er ekki allt að koma? Það er sko fyrsti í dag og bráðum fer ég að verða peningaþurfi.. djók! Haha  En updite fyrir þig i stuttu máli
- Bý með öpum, er sveitt og sæt, borða vel!

Annars elsku allir vona þið hafið það gott. Sendi skínandi sólarkveðjur til ykkar héðan frá okkur öpunum! +

Beijo!!!

p.s netið er alveg rosalega mikið á móti mér í heimi sólarinnar en þegar þetta er skrifað hef ég setið við tölvuna í næstum 4 tima og betið eftir nettenginu! Whoopwhoop!

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).