Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Apaárás

13. júní 2011 | aevintyri

13.6.11
Mambo!!
Afmæli í Tanzaniu þetta árið, búin að eiga afmæli í Grænlandi, Dk og Noregi svo ég bíð spennt eftir næsta! Haha

Er annars búin að eiga nokkuð góða byrjun, er búin að taka nokkur viðtöl og heimsækja tvo leikskóla og einn skóla, ætla reyna að fara eftir hádegi og kíka á eitt munaðarleysingjahælanna. Þetta lítur allt þokkalega vel út en samt allveg heilmargt sem þarf að laga hér. Vona bara að öll þessi vinna eigi eftir að skila einhverju og ég geti litið til baka eftir 6 mánuði og hugsað að það hafi allavegana eitthvað breyst til batnaðar!
Kenya-Tanzana sjálboðaliðarnir fóru allir til Mbea á sunnudagsmorgun. Ég vaknaði eldhress um hálf 5 til að kveðja þau. Og eyddi sunnudeginum alein þar sem restin af fólkinu var einhversstaðar í safari og skemmtilegheitum.
Fer svo vonandi á föstudag til Mbea og verð þar í rúmar 2 vikur til að fylgjast með Tanz-Ken prógarmminu og svo Canada-Tanz prógrammi. Hefði aldrei getað ýmindað mér hversu mikill munur er á „hvítum“ sjálfboðaliðum og þeim afrísku bæði í hugsunarhætti og verki. Er búin að eyða mestöllum tímanum mínum með þeim afrísku og þau eru allveg fáránlega dugleg og pæla mikið í því hvað þau geta gert til að bæta lífsskylirði og auka tækifæri fólks. En svo fer ég með restinni (hvíta liðinu) í skóla/stofnanir og þau eyða tímanum í að taka myndir af krökkunum og eltingaleik. Jú auðvitað eiga þau að hafa gaman og krakkarnir eru líka svona ægilega sæt en eyddu þau virkilega öllum þessum peningum í að koma hingað til að leika við lítil sæt börn. Væri ekki betra að eyða tímanum sem þau fá með þeim í að kenna þeim e-ð að viti. Flest þeirra skráðum sig í ensku/stæ eða íþróttakennslu en stundum skil ég ekki allveg afhverju..

Tanzaniubúar eru allveg agalega skemmtilegt fólk og ég er búin að eignast góða vini á hárgreiðslustofum í nágrannabæjum og svo einn bananasölumann svo það er allt að gerast.

Dýrin eiga allveg sín móment, um daginn sat kráka á þakinu hjá okkur og hún miðaði svona agalega vel og kúkaði á Cindy (Taiwan) það var hápunkur síðustu viku. Í gær ákváðu svo öll dýrin hér að gera árás á mig, aparnir ætluðu að stela hádegismatnum mínum og mættu 4 á svæðið frekar ógnagndi, svo kom kálfur í garðinn minn og hljóp á allan nýþvegnaþvottinn minn! Og ekki bara 1 sinni heldur 3! Svo ég mátti gjörasvo vel að þvo aftur. Svo ákváðu hænurnar undir stjórn hanans að reyna að hræða mig í burt frá mínu eigin húsi! En ég er svo hugrökk að ég lét hvergi bugast.

Kwaheri!

Posted in Óflokkað

5 ummæli

 1. Aníta Ösp

  Haha, þú ert api!

 2. Elsa Sigríður

  Gaman að heyra í þér Anna mín, þú verður að reyna lappa uppá hvíta liðið og fá þau til að gera eh að viti.
  Fylgjumst spennt með næsta bloggi.
  Vorum að reyna að hringja í þig í gær.
  Knus frá pabba

 3. Elsa Sigríður

  ógurlega gaman að lesa hjá þér krúsin mín. Ég er viss um að þú ert að gera góða hluti. Svo stolt af þér. Reynum að hringja aftur á morgun. Frábært að hugsa um frá því að auka gæði lífs og hugsa út frá því hvað það er í þeirra umhverfi sem er hægt að bæta. Hlakka til meiri lesturs. Góður penni Anna Sigríður !

 4. Viktoría Rós

  Svo gaman að fylgjast með :)
  ert svoo dugleg :*
  svoldið fyndið með apana haha sé þetta alveg fyrir mér.
  Hafðu það gott :*

 5. Elsa Sigríður

  Elskulega Anna mín. Við erum virkilega farin að þrá að heyra frá þér. Förum að senda út leit ef við forum ekki að heyra eitthvað. Hvað er síminn þinn. Erum alltaf að reyna að hringja. Getur þú komið Skipe. Sendu kveðju sem fyrst. Elska þig og farðu varlega.