Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

love the life you life, life the life you love..

10. júlí 2011 | aevintyri

13/6
Vakna við moskuna um 5 kúra aðeins lengur, vakna við apana rífast, hanann gala og sólina skína í augun. Fer á fætur, rölti á klóið, klæði mig og trítla í morgunmat. Heilsa öllum með „Mambo“ drekk heita mjólk, borða eitt stykki þurrt brauð og ávöxt. Tíni lemmónsíu af trjánum á heimleiðinni, ef ég er heppin færir mér einhver baby-appelsínur.
Ég er til í slaginn.
Byrjuð í Kiswahili kennslu, loksins. Bráðum ætla ég ekki að tala meiri ensku.
Gleymdi allveg að segja ykkur frá verkefninu okkar síðasta föstudag! Við vorum með workshop fyrir konur í hverfinu. Ég og Janine (holland). Janine talaði um menntun&markmið, ég talaði um fjölskyldu&heilsu. Dagurinn hefði ekki getað heppnast betur. Það mættu yfir 30 konur, allt frá heimahjúkrunarkonu til kjúklingabónda og þær voru yfir sig ánægðar með daginn. Við (ég) talaði aðallega um hluti sem ég vissi, þ.e hlutir sem mér finnst vera e-ð sem allir ættu að vita. Við ræddum t.d um heilsu, hreinlæti, hvernig ætti að höndla mat og vatn, malaríu/magaveiki, kvennlíkamann/kynlíf, (já stelpur ég gat það allveg án þess að fara hjá mér!) kynsjúkdóma og varnir. Og þarna fékk ég á hreint að það er ekkert, já engin fræðsla um flest þessara málefna. T.d fékk ég spurningar sem hljómuðu „Hætti ég að fá túrverki ef ég giftist?“ (vona hún hafi nú samt meint eftir að hún eignaðist barn) „get ég notað sama smokkinn 2?“ „Afhverju má ég ekki geymist kjöt ekki lengi í hitai?( óeldað)“ „Afhverju þarf ég að skola grænmeti/ávexti?“ „Afhverju má ég ekki drekka áfengi á meðgöngu?“
Við Janine fórum í vettvangsferð í apótekið til að sjá hvað hægt væri að fá og þú gast fengið allt mögulegt, t.d smokka, þungunarpróf og pilluna. Þær vissu um smokkinn en nánast engin af þeim vissi um restina, sem var frekar sorglegt að heyra. Við keyptum sýnishorn af öllu saman til að sýna þeim hvernig þetta liti út og virkaði og svo vorum við með þessa agalega skemmtilegu verklegu smokkakennslu á banana. Þær voru allar svo vandræðalega greyin.. haha.
16.6
Fór í gær og heimsóttir eitt munaðarleysingjahælanna. Á ég aldrei eftir að hætta að fá sting í hjartað?
Krakkar á aldrinum nokkurra mánaða uppí 22-24 búa þarna. Þau elstu eru svo heppin að þau meiga búa þarna e-ð áfram, ganga í skóla og  fá sér vinnu. Sem er mjög jákvætt. Það er ekki mikið um fatlaða þarna en mikið þarf starfsfólkið að fá e-rja kennslu/fræðslu. Þarna búa um 140 börn og þetta er aðallega börn að sjá um börn. 3 ára gamall strákur var að  burðast með ungabarn og gefa honum að borða..
Hreinlæti þarna er sama sem ekkert, þau sitja á gólfinu og borða með höndunum sem hafa ekki verið þvegnar í ég veit ekki hvað langan tíma. Það eru engar bleyjur, ekki einu sinni taubleyjur notaðar og nýja stelpan frá Frakklandi var svo heppin að fá piss á sig einn morgunuinn þegar hún var að gefa barninu að borða.. það var allveg smá fyndið.. aha

Svo ef einhver hefur áhuga á að styrkja þetta blessaða heimili með hreinlætisvörum(t.d sápu) eða bleyjum þá megiði endilega hafa samband við mig.

27.6
Þessa vikurnar er ég stödd í Mbeya(Mpuguso), lengst uppí fjöllum umkringd bönunum. Það er gjörsamlega allt morandi í bönunum, hver einasta landsspíra hefur að geyma bananatré mér er farið að dreyma banana á nóttinni, ég er að breytast í banana…
Lífið er samt ekkert verra, bara betra ef e-ð er. Er búin að vera að skoða work camp fyrir tanz-ken prógrammið okkar og svo workcamp fyrir national-tan, mála skóla, spila fótbolta við krakkana, mæta meira í kirkju en ég hefði getað ýmindað mér, eignast fjöldann allan af nýjum mömmum, pöbbum og systkinum.

Það eru allir svo ægilega ánægðir að sjá Mzungu hér, ég er eins og drotting! Ég fæ heimboð hér og þar og bæinn og tedrykkjan er allveg í hámarki þessa dagana. Allir þekkja mzungu-an og krakkarnir ærast af gleði þegar ég kem að spila fótbolta, kannski samt vegna þess að ég gaf markmanninum mínum strigaskóna mína… Það er allveg ótrúlegt að sjá strákana í fótbolta, sumir hafa fáránlega mikla hæfileika og það sem þeir geta hlaupið! Þeir spila alla daga þangað til myrkvar og á tánum, meira segja eldri kallarnir voru að keppa við nágrannaliðið um daginn og helmingurinn af liðinu var ekki í skóm eða bara öðrum skónum! Það er greinilegt að þegar um fótbolta er að ræða þá er ekkert sem stoppar fólk!
Vinnan gengur bara þokkalega og ég er með há framtíðarplön um að stofna long term verkefni hér, kenna í skólum og skemmtileg heit.

Síðasta vika var allveg ótrúleg, allir voru að koma og þakka okkur fyrir það sem við vorum að gera og bjóðast til að hjálpa okkur og spyra hvort þau gæti verið volunteer.
7/7
Komin aftur til UVIKIUTA. Það var hrikalega erfitt að kveðja fólkið mitt í Mpuguso, allir eru svo vinalegir þarna og ég eignaðist fjöldann allan af fósturfjölskyldum. Stefni á að fara aftur eftir 3-4 vikur og búa þar í e-rn tíma. Lífið þarna er yndislegt þrátt fyrir rafmagnsleysi 22 tíma sólahrings og kulda. En bærinn er staðsettur í fjarska-nistan svo það er frekar kalt þarna á nóttinni og morgnana. Ég heimsótti Lake Niasa sem var ótrúlega gaman, lærði á mótorhjól og ferðaðist með 2 góðum vinum 3 saman á mótorhjólaskellinöðru lengst uppí fjöll til að skoða vatn sem á að hafa orðið til þegar gamall maður dó og bað fjölskyldu sína að grafa sig á álveðnum stað og flytja síðan í burtu því þarna ætti eftir að koma stórt vatn.
Skemmtilegt að segja frá því að ég afrekaði það að fá gat á hausinn síðasta sunnudaginn minn og þar sem enginn  var við á sjúkrahúsinu þá skoppaðist ég í næsta apótek með hálfan bæinn á eftir mér segjandi „Pole, Pole sana!“ (fyrirgefðu, fyrirgefðu innilega). Og næstu daga á eftir var ég að fá „Pole“ frá gjörsamlega öllum. Fólk sem ég kannaðist ekki einu sinni við kom til mín og sagði „Anna! Pole!“ Semsagt, það tóku það allir ægilega nærri sér að litli muzunguinn sem málar skóla og gefur strigaskó og fótbolta hægri vinstrihafi meitt sig.
Er búin að fá allskonar tilboð um að koma og kenna í skólanum og Pasta (presturinn í bænum) er einn þeirra sem er hvað æstastur að fá mig. Hann er búin að bjóða mér að koma og búa á Hosteli, elda fyrir mig, finna fósturfjölskyldu og ég veit ekki hvað og hvað.. svo aldrei að vita nema ég ílengist e-ð í fjöllunum..
Held þetta sé nóg fyrir ykkur .. of mikið af því góða kannski!?
-ps. Ef e-r hefur áhuga á að styrkja skólann í Mpuguso um skóabekk (30 þús sjillings- u.þ.b 2700.kr) þá megiði endilega senda mér póst! Um 100 börn í hverjum bekk og mikill skortur á skóabekkjum! Eða munaðarleysingjarhælið í Mbagala um bleyjur/sápur
- annasigridur9@gmail.com
Og já! Komin með nýtt símanúmer aftur! Hitt er ónýtt svo endilega eigið skemmtielgt símtal  til Tanzaniu! +255762291504

love anna

Posted in Óflokkað

3 ummæli

 1. Elsa Sigríður

  Takk fyrir að deila þessu með okkur elsku Anna Sigríður mín. Þetta er ómetanleg lesning og mikið óskaplega langar mig að upplifa brot af þessu með þér. Þú skrifar þannig að þetta birtist ljóslifandi fyrir þeim sem lesa.
  Takk Anna mín.

 2. Kristrún

  Hæ hæ. Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt. Þessi styrkur sem þú varst að tala um er hann á hverjum mánuði eða í eitt skipti? Ég hef líka ágætis ítök í heildsölu sem selur fullt af barnadóti s.s snuð, pela og fleira. Er það eitthvað sem þú gætir nýtt og ef svo þá hvernig er hægt að koma þessu til þín?

 3. aevintyri

  Hæhæ, Kristrún þetta er bara ef þú ert áhugasöm.. Ekkert ákveðið fer bara eftir þér :)

  T.d fengum við kontakt við skólana í dag og núna getur fólk frá öðrum löndum borgað skólagöngu eins barns..
  Annars eru nokkrar stelpur að koma til Tanz í lok ágúst- byrjun sept, kannski þær geti tekið e-ð..