Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Kazikazikazi..

10. ágúst 2011 | aevintyri

4/8

Lífið í UVIKIUTA þessa dagana er allveg á milljón. Eiginlega alltof mikið að gera en það er bara skemmtilegra.  Í næstu viku er „the international youth day“  og þá á að halda stóra hátíð hér í UVIKIUTA. Við erum með workshop fyrir yfir 100 mans og ég á að halda workshop um „innihald sjálboðaliða“ (vá hvað ég er léleg að þýða, íslenskan mín er allveg að fjara út held ég) svo það er alltof mikið í gangi.

Ég held ég sé með gistipláss í allavegana öðru hverju landi í heiminum núna! Á frábæra vini frá Spáni, Canada, Japan, Skotlandi, Írlandi, Kóreu.. er orðins svo alþjóðleg þið skiljið J

Í síðustu viku heimsótti ég workshop í Zanzibar, við vorum að kenna ensku, spænsku, frönsku og mála skóla.  Zanzibar er skrítinn staður til að vera á. Þetta er eyja rétt fyrir utan Dar es Salaam og þau vilja helst vera sér land og eru með einhverja sérstaka ríkisstjórn og þú þarf að sýna passan þinn og gera gein fyrir því hvað þú ætlar að gera þarna svo núna er ég með stimpill frá Zanzibar! Vúhú, ég ætla sko að ramma inn passann minn þegar hann er útrunninn! Ég elska að fá svona stimpla.

Annars já Zanzibar, flestir eru múslimar og það er moskva í gangi daginn út og daginn inn. Og það eru svo margar reglur, ef þú ert kvennmaður þá þarftu að vera í bol sem skýlir öxlum og bringu og vera helst í pilsi sem nær yfir hné og ef það er ekki pils þá þarftu að vera í síðum buxum. Karlar meiga eiga fjórar konur og ég eignaðist vin sem er 21 árs og hann á 2 konur og tvö börn, og hann er að leita af þriðju konunni! Þetta sló mig virkilega.. við spjölluðum saman og honum finnst þetta bara frábært, hann skiptir vikunni á milli kvennana og segir að þær séu frábærar vinkonur og það sé bara betra að hafa margar konur. Við vorum með workshop fyrir unga fólkið í nágrenninu um jafnrétti og þau virðast ekki sjá neitt að því að karlar hafa fjölkvæni, konan vinni heima eldi og sjá um börnin og strákarnir séu í forgangi að komast í skóla.  Svo já, ég lærði heilmikið á því að fara til Zanzibar!

Í allan dag höfum við ekki haft neitt rafmagn vegna rigningar og þar sem ég var umvafinn sjálfboðaliðum með batterílausa síma, ipoda og tölvur kvartandi yfir rafmagnsleysi (notum sólarorku svo ský=ekkert rafmagn) Komst ég að því hversu lítil áhrif rafmgagn og allt þetta x-tra sem við höfum yfirleitt skiptir mig engu máli lengur.  Ef það er ekki rafmagn þá er bara ekki rafmagn, Hakuna Matata og farðu að gera eitthvað annað.. þetta venst agalega fljótt.

10/8

Jæja ég er sjálfboðaliði 1 af 99 (s.s búin að vera hér lengst) Næs!

Er hress og kát, kíktí á munaðarleysingjarhælið í dag, alltaf jafn gaman að hitta krakkana! Þau eru svo frábær. Við Philip hittum einn af þeim sem eru að styrkja heimilið og fjölskylda og vinir Philips lögðu í púkk og núna eru þau að fara ða strykja 1-2 unglinga til að fara í Framhaldsskóla og byrja í Háskóla. Svo allir voru með stórt bros í dag J

Hef mjög takmarkaðann tíma fyrir blogg þessa dagana svo ég ætla að láta þetta nægja og einn daginn fáið þið gott blogg um lífið og tilveruna hér.

Hafið það gott!

Kwaheri!

Posted in Óflokkað

4 ummæli

 1. Kristrún

  Alltaf jafn skemmtilegt að lesa um ævintýrin þín Anna. Ert greinilega að standa þig vel og fólkið heppið að fá að njóta krafta þinna. Vona samt að næstu fréttir verði ekki að þú sért orðin eiginkona númer 3

 2. Bergrún

  Þú ert alveg einstaklega góður penni Anna mín, gaman að heyra af ævintýrunum, er þó sammála Kristrúnu hér að ofan ekki gerast eiginkona númer 3 hahahah:)

 3. Elsa Sigríður

  Allfaf gaman að lesa frá þér Annan mín. Stórkostlegt. Þú átt orðið efni ímargar bækur. Hlakka til að lesa meira næst. Allt gott héðan, nóg af sól og rafmagni..sem við erum auðvitað orðin svo háð hérna vestan meginn. Við erum búin í sumarfríi en erum að hlaupa öllum stundum. Korka og Hneta biðja að heilsa þér. Faðmlag frá mömmu

 4. Sigrún Björg

  Virkilega gaman að lesa bloggin þín Anna! Þetta er svo spennandi allt saman