Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Kenya!

13. september 2011 | aevintyri

2/9

Jæja þá er ég komin heim frá Kenya! Ben ákvað að senda mig til Kenya þar sem Tanzania-Kenya exchange programmið er að enda eftir viku og honum vantaði upplýsingar frá þeim en hafði ekki tíma til að ná í þær sjálfur.

Ég lagði af stað um 04.30 frá UVIKIUTA og var komin til Nairobi um 20:30, svo þetta var enginn skreppitúr!. En það gekk allt vel og ég sá Kilimanjaro svo ég er bara nokkuð sátt! J

Það var ótrúlega gaman að hitta alla aftur, en þetta er fólkið sem bauð mig velkomna til Tanzaniu og þau eiga stóran part í því hversu vel mér leið hérna fyrstu vikurnar.

Kenya er frábær! En djöfull er kalt þarna! Þegar fólk hér talar um kulda þá er það ekkert alvarlegur kuldi, skellir þér í síðar buxur eða peysu og þú hefur það gott. Svo þegar Ben sagði „Take all your warm clothes with you it is a bit cold over there“ hélt ég að það væri kannski örlítið kaldara en hér og ég myndi lifa af á flippfloppum og síðum buxum, en ákvað að kippa með mér ullarpeysunni góðu og einni hettupeysu til vonar og vara. En nei, ég endaði á því að kaupa mér strigaskó og var klædd í tvennar buxur, hettupeysu, ullarpeysu og húfu alla daga og á næturnar svaf ég með fjögur ullarteppi! Þetta var bara alls ekkert djók. Að taka sturtu var það sem ég kveið mest fyrir, en að standa nakin í moldarkofa með fötu af volgu vatni og reyna að skvetta því yfir þig á mettíma og reyna að verða örlítið hreinni áður en þú varst að játa þig sigraða fyrir kuldabola var ekkert grín.

Ég setti met í te-drykkju og meðaltal te-bolla voru um 10 á dag! Yfirleitt hata ég te og það er ekki fyrir mig en þau blanda SVO gott mjólkurte að ég var hálf sár þegar ég áttaði mig á því á leiðinni heim að ég fengi ekkert mjólkute á næstunni.

Það er hrikalega fallegt í Kimende og það eru tré allstaðar, og þarna í kuldanum uppí fjöllum búa fílar. Já risastórir fílar sem gera það að gamni sínu að traðka á trjám sem sjálboðaliðarnir eru að reyna að rækta upp. Ég heimsótti frumskóginn einn daginn til að heimsækja eitt verkefnanna og þegar ég kom blasti við mér girðing sem var svo illa brotin eftir fíl að það var eins og trukkur hafi keyrt yfir hana. Og fílinn hafði gert það gott og traðkað á meira en helmingi trjánna sem þau voru að reyna að rækta.

Kenya-búar eru ótrúlega stolt fólk. Á hverju einasta heimili getur þú séð eittvað sem tengist Obama, en að hann sé ættaður frá Kenya er allveg töluvert mikið mál og þú ættir að forðast það eins og þú getur að tala illa um Obama, annars fer illa fyrir þér. Svo eru það hlaupararnir, á hverjum einasta degi, á hverri einustu sjónvarpsstöð var verið að sýna hvar Kenya-menn voru að vinna verðlaun hægri-vinstri í hinum og þessum hlaupum. En þeir meiga nú allveg vera stoltir, að vera frá Austur-Afríku með öll þessi vandamál en eiga samt svona flott fólk er frábært.

12/9

Síðasta vika var hrikalega fljót að líða!

Fyrsta kona Tanzaninu (The first lady – Kona forsetans) kom og heimsótti okkur hér í Uvikiuta og það var öllu tjaldað til, fengum einhverja úrvalskokka til að elda og salurinn var skreyttur í fánalitunum. Ég bjóst ekki við miklu af þessari konu en hún kom mér á óvart. Hún talaðu um það að sama hvar þú býrð, í Afríku, Evrópu, Asíu.. Þá þarftu alltaf að vinna vel til að fá það sem þú vilt. Margir hafa þá ranghugmynd að ef þeir meika það til Evrópu þá geta þeir bara setið á rassinum og fengið það allt upp í hendurnar en svoleiðis er það ekki. Svo þið eruð unga fólkið, kynslóð sem eigið að láta til ykkar taka. Standið upp, berjist og vinnið fyrir því sem þið viljið fá.

Núna eyði nánast öllum helgum í Mbezi hjá „hinni“ fjölskyldunni minni því það eru engir sjálfboðaliðar eftir hér svo það er of rólegt fyrir mig..  En þar búa 3 systur, frænka og mamma. Þær eru yndislegar og það er alltaf fáránlega gaman að koma í heimsókn. Er búin að fá tvö boð í brúðkaup og næstu helgi er „eldhúspartý“ en það er held ég  næstum eins og gæsapartý.

 

 

-mama afrika

 

Posted in Óflokkað

3 ummæli

 1. Helga

  Jæja, ákvað að kvitta í þetta skiptið;)Alltaf gaman að lesa bloggin þín, algjört ævintýri þarna hjá þér. Öfunda þig ekkert smá að hafa upplifað þetta allt!:) Hafðu það sem allra best, kv. Helga mágkona!

 2. Íris

  Vá hvað ég hafði ekki ímyndað mér kulda í Keníu! Öfunda þig ekkert af sturtuferðunum þar! En samt jú, hellings öfund á öll ævintýrin þín :)
  Knús & kossar :*

 3. Elsa Sigríður

  Alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín Anna mín. Ég sakna þín mikið og hlakka svo til að fá þig heim. Hér er komið haust en búið að vera dásamlega fallegt veður. Vona að allt gangi áfram vel og njóttu þín í faðmi þessara yndislegu kvenna.