Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Heimferð (nóv)

26. desember 2011 | aevintyri

Ætla að leyfa síðasta blogginu frá Tanzaniu að njóta sín..

19.10

Í dag eru 4 vikur í heimkomu. Vá hvað það er erfitt að trúa því.
Ég hef verið á flakki síðan 24. mai 2010, heimsott Danmorku, unnid ferska tvo manudi í rækjuvinnslu í Grænlandi, fór til London með mömmu og sá án efa besta söngleik sem ég hef séð, unnið á munaðarleysingjarheimili í Mozambique í 8 mánuði, heimsótti frábærar vinkonur í Amsterdam og Þýskalandi, skrapp heim í 4 vikur til að hitta frábæru sundkrakkana mina og skúraði sjúkraþjálfarann hátt og lágt áður en ég hoppaði í næstu flugvél til London til að eiga smá þátt í ævintýri Írisar og Þuru áður en ég skrapp til Tanzaníu, frábæru Afríku. Og núna er þessu öllu að ljúka í annað sinn.. eftir akkurat 4 vikur verð í í flugvélinni á leið frá London til Íslands. Skrítið.

Ekki datt mér í hug þegar ég var að skrifa blog mánuði fyrir brottför í Mozambique að ég ætti eftir að koma svona fljótt aftur til Afríku, jafnvel þó ég hafi lofað sjálfri mérg að koma fljóttfljótt! Skrítið þetta líf!

Annars er allt að smella hér eins og vanalega. Vinir útum allar trissur, gleði og hamingja. En á morgun ætla ég að skella mér heim til Kawe og á föstudagsmorgun til Irringa en Karen systir fór þangað í háskóla svo ætla ég að fara til Mpuguso og heimsækja gamla vini þar. Svo það er nóg að gera hér.. ég er að lofa mér I brúðkaup og afmæli hægri vinstri, ekki að átta mig á því að bráðum þurfi ég að fara heim.
Síðasta föstudag fór ég og Alice að heimsækja nýfætt barn vinkonu hennar, barnið var ekki einu sinni dags gamalt þegar við skunduðum inná spítala! En vá hvað þetta var gullfallegt barn, hún var svo agnarlítil að ég gat varla trúað því að ég væri að halda á lifandi barni. Og allt þetta hár sem hún var með!

3.11

Þá er ég komin heim frá Mpuguso.
Það var svo frábært, ég hreinlega elska þetta “þorp” en Mpuguso er lítið village, partur af Mbeya sem er stærsti bær í norðri og Mpuguso er staðsett í um 2ggja tíma fjarlægð.
Ferðin til Mpuguso tekur um 14 tíma ef þú ert heppin en yfirleitt eru það plus 1-4 tímar, mér til mikillar gleði.. Það mundu allir eftir litla Muzungunum sem fékk gat á hausinn, málaði skólann og hostelið.
Að hitta Mama David, Baba, kaka David, dada Pendo og Juli, Mr.Pardon og Oscar og alla hina var meiri gleði en ég get líst. Frá fyrsta skrefi útúr daladala leið mér eins og ég væri komin heim. Mama David tók fagnandi á móti mér og fór strax að elda eins og það væri stórhátíð.

Við David og Pardon forum á pikipiki (mótorhjól) til Lake Nyasa einn sunnudaginn og ég synti eins og ég hefði ekki séð vatn í þúsund ár, ég heimsótti ógrynni af fólki, eignaðist einn fleiri vini.
Að vakna klukkan 6 á morgnana við einu kúna sem við eigum baula og hænurnar hennar mömmu góla eins og enginn væri morgundagurinn, setjast við uppvaskið á koll með 3 fötur fullar af vatni, sjá sólinu koma upp og finna hvernig allt hlýnar smátt og smátt er tilfinning sem ég á eftir að sakna. Hver einasti morgun byrjaði um 6 með dada Pendo og Mama. Mama fór og hitaði vatn fyrir baba áður en hann fór í vinnu, Pendo fór að skúra húsið og ég fór í uppvaskið. Um 10 leitið var svo borðaður morgunmatur og eftir það fórum við Pendo á markaðinn til að kaupa í hádegismatinn. Að fara á markaðinn er eitt það skemmtilegasta sem ég geri og með Pendo var það toppurinn. Tónlist í hverju húsi, básar fullir af tómötum, gúrkum, hrísgrjónum og piripiri. Krakkar á hlaupum kallandi “good morning madam, good morning teacher eða what is my name?” Og í endan var ég ekki einu sinni Muzungu, ég var bara Anna og það er stór sigur sem erfitt er að vinna!
En núna er ég komin aftur í umferðina, lætin, ysin og þysin. Ég gisti eina nótt í Mbezi áður en ég fór til Uvikiuta. Það var gaman að hitta systurnar aftur og ég er ekki viss hvernig ég á eftir að geta kvatt þær þegar ég fer heim.
Uppbyggingin við munaðarleysingjarhælið byrjaði í morgun og það lítur allt vel út. Erum reyndar bara komin með pening fyrir sturtunum og eitthvað örlítið meira en við byrjum allavegana á sturtunum. Betra en ekkert 
13/11
Jæja núna sit ég í síðasta skipti hér í Uvikiuta. Ég er búin að búa í Mbezi síðustu daga í góðu yfirlæti, kannski einum of góðu. Þessi elskulega fjölskylda gerir allt fyrir mig. En það er búið að vera frekar erfitt síðustu daga að kveðja alla, folk trúir því ekki að ég sé að fara. Að 6 mánuðir séu liðnir er ekki allveg að síast inn hérna megin. Og til að bæta það þá er búin að rigna meira síðustu 2 daga en síðustu mánuði og það er allt á floti, þegar ég stend og bíð eftir daladala þá nær vatnið mér uppá ökla og það fer hækkandi.. Sumstaðar er ekki einu sinni hægt að keyra, mér hlakkar ekkert rosalega til að sjá hvernig morgundagurinn verður en það er allveg nógu slæmt núna.
Þegar ég er heima í mbezi þarf að krossa yfir á sem er í raun ruslahaugur hverfisins og í morgun var búin að flæða yfir sandpokana sem gerði þér kleift að komast yfir án þess að sökkva í rusladrullu vatni. En einhver klár hafði sett spýtur yfir svo ég komst klakklaust yfir en ég er viss um þegar ég fer heim í kvöld verður þetta allt saman horfið. Svo ef ég kem ekki heim á fimmtudaginn þá hef ég vísast drukknað í ruslapokaánni svo óskið mér góðs gengis!
Annars svo þið fáið einhverja yfirsýn yfir plan næstu daga þá á ég flug til London á mánudegi. Ég verð í London frá þriðjudagsmorgni til fimmtudags en á fimmtudagsmiðnætti lendi ég í Keflavíkinni. Ég fæ sting í magann að skrifa þetta niður.. Greinilega er ég ekki kominn í ferðagírinn, en það er kannski ekki skrítið þar sem ég hef ekki einu sinni byrjað að pakka.
Hafið það sem allra best.

Hlakka til að sjá ykkur á fróni næstu vikur…

Mama Simba

26.12.2011

Jæja, ég er komin heim klakklaust. Búin að vera heima í mánuð. Uppbyggingin við munaðarleysingarhælið gekk að óskum og ný klósett/sturtur og eldhús tókst að gera klárt! Takk allir fyrir stuðninginn!!
Það er gott að vera komin heim en ég get ekki beðið eftir að komast aftur út í annað ævintýri…
Eigið yndislegan tíma um hátíðirnar

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).