Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Interrail aka Amazing race!

8. apríl 2012 | aevintyri

Heil og sæl!¨

Jæja, dömurnar staddar í Polandi í þessum skrifuðu orðum og ferðin búin að vera fáránlega skemmtileg!

Hittumst á Keflavíkurflugvelli eftir að ég var búin að vera í rosa stressi að koma mér heim frá Flórída, hljop úti bíl, skipti um tösku og tékkaði mig aftur inn.
Snilldin byrjaði í Leifstöð en þar ákvað Karen að þar sem hún nennti ekki í páskaeggjaleit að það væri bara allti lagi að stela einu páskaeggi sem smakkaðist gríðarlega vel í lestinni í Þýskalandinu!

fyrsti bjórinn var opnaður í leifsstöð um 07.00 til að fagna ferðinni, nýr sími keyptur (samt allveg sama týpa og gamli!) og við misstum næstum af flugvéllinni, ekki verra!

Lentum loksins í dk, fórum í Kristjaníu með Heiðu og brunuðum svo til Þýsklands þar sem við fengum að gista hjá aupair fj0lskyldu Karenar, þar fengum við besta morgunmat ever!
Svo áttum við eitt besta djamm sögunnar í Berlín þar sem við kynntumst full af fólki og skemmtilegheit! Eftir það tókum við svo amazing race að ná lestinni til Póllands en Karen var svo þunn að hún ætlaði aldrei að komast á fætur. held að fólk í Berlín hafi aldrei séð tvær stelpur með jafn stóra bakpoka hlaupa jafn hratt! Hélt ég myndi fá andarteppu eftir þetta kapphlaup! náðum sem betur fer lestinni og rúlluðum til warsaw! Erum svo á leiðinni til Kraká í dag og ætlum að fara til Vín og Bratislava og vera í Ungverjalandi á föstu/laugardag og svo sjáum við til ;)

Over and out!

Anna og Karen keppendur í amazing race ;)

Posted in Óflokkað


(lokað er fyrir ritun ummæla).