Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Interrail - tileinkad Elsu Skula

11. apríl 2012 | aevintyri

11/4

Jæja þá eru víkingarnir staddir í Bratislava í Slóvakíu og ferðalagið hingað til er búið að vera einkar áhugavert.

Dvölin í Póllandi opnaði augu okkar og urðum við heimsins vísari um ýmis málefni m.a um sögu Póllands. Warsaw var okkar fyrsta stopp en þar gistum við á hinu undraverða hosteli Okidoki. Þar sem við vorum á ferð um Pólland um páska var lítið um að vera og oft á tíðum leið okkur eins og „Palli var einn í heiminum“. Við skoðuðum gamla bæinn sem er víst ekki gamall því hann var endurbyggður eftir að alvöru gamli bærinn fór í rúst í Heimsstyrjöldinni svo það sem stendur þar nú er í raun bara „fake“ bær. Glæpasaga okkar hélt áfram en ástralir hafa einkar slæm áhrif á okkur og stálumst við í strætó án þessa að borga!

Í Krakáw urðum við heimsins vísari um spánverja en þar í landi var spánverji sem ákvað að taka okkur að sér. Við fyrstu sýn virtist hann nokkuð stabíll gæji sem dreymir um að flytja til Íslands og eigna sér íslenska hæfileika en eftir að í hýbíli hans var komið komumst við að því að þar var ekki allt með felldu. Þegar við gengum inn smaug þessi óhugnalega lykt í gegnum vit okkar og komumst við að því að maðurinn hefur ekki vaskað upp eftir sig í óralangan tíma né þvegið baðherbergið sitt. Svo við létum gott heita eftir eina vafasama nótt og stungum af til Prag. En þó maðurinn hafi verið frekar óhreinn þá kenndi hann okkur sitt hvað um sögu Krakáw og sýndi okkur helstu staði eins og Drekann sem saug allt vatnið úr ánni og kirkjuna sem spilar bara hálft lag eftir að upprunalegi spilarinn var skotinn með ör í miðju lagi og einnig kenndi hann okkur æsispennandi spil um byggingu kastala, Carcassonne að okkur minnir að héti.

Það var þó ein manneskja sem lét okkur ekki missa trúna á Póllandi en drengur að nafni Pawel (btw, hann ELSKAR ísland og íslenska tónlist) bjargaði okkur hetjulega eftir óhugnalega heimsókn í Auswitzh, en þið heima eigið honum mikið að þakka, án hans værum við ekki hér jafn lífsreyndar og lífsglaðar.

Ef Pólverjar fara nú að flykkjast í hundrað manna tali til Íslands má rekja það til okkar Karenar þar sem við höfum verið að selja ímynd Fróns af mikilli hæfni og einnig má þakka Sigurrós sem mun halda þar tónleika í September en spennan fyrir þeim tónleikum er mikil og nú þegar er orðið uppselt.

Eftir áhugaverða næturlest í Prag og sturtu á lestarvelli þar í landi ákváðum við loks að freista gæfunnar í Prag. Svo virðist sem ekkert geti stöðvað þessa glæpahneigð í okkur en við stálumst á klósett á Starbucks og lögregla þurfti að hafa afskitpi af okkur eftir að við settumst á handrið á mikilvægustu brú Prags, plús undir styttu af Jesú. Þvílíkt last. Það hlýtur eiginlega að fara að koma að því að Arnaldur eða Yrsa vilji fara að elta okkur eftir og skrifa næstu glæpasögu.

En þrátt fyrir þetta allt saman var Prag hin glæsilegasta borg og mikið um að vera og einsettum við okkur það að fara þangað í helgaferð um 50tugt en þá fáum við kannski frið fyrir hössli á borð við “your name is lovely”, “your name is pretty”.

We Love Prag

Eftir að við höfðum satt hungrið með yndislegri lauk pizzu fyrir litlar þúsund krónur og borðað þjóðarrétt Prags sem er kanilhringur með Nutella og keypt sólgleraugu og hippaklút í stað kristalla vegna peningaskorts, ákváðum við að nú væri komið að Bratislava.
Eftir að hafa horft á myndina Eurotrip höfum við borið okkur von í brjósti að hér gætum við jafnvel lifað eins og drottningar í ríki okkar!
Ferðin til Bratislava var nokkuð stressandi á köflum en við vorum næstum sendar til Vín í stað Bratislava en eins og sannir víkingar náðum við að redda því. Hvernig í ósköpunum áttum við að vita að lestir hér í landi skipta sér bara í tvennt eins og einginn sé morgundagurinn. Í Bratislava ákváðum við að freista gæfunnar enn og aftur á CouchSurfing þrátt fyrir fyrri reynslu, en við gistum hjá tveimur ungmennum sem munu vonandi ná að sýna okkur bestu hliðar Bratislava og afvega okkur af glæpabrautinni.

14 sársaukafullum tímum síðar

Slóvenísku krökkunum tókst heldur betur vel upp í dag. Við erum algjörlega mjólkaðar af göngu og fræðslusögum um Bratislava. Ótal fjallgöngur, steingervingaleit, hallarskoðanir (þar sem áhættuganga ætlaði allveg að fara með okkur). Engir stórfenglegir glæpir áttu sér stað og við erum svo búnar á því eftir daginn að við sjáum kálfana vaxa vegna nýrra vöðva!
Erum að vinna i að finna okkur gistingu í Ungverjalandi þessa stundina, erum búnar að fá boð í sveitasælu, ekki verra. En við munum taka næturlestina til Ungverjalands i nótt, ef það tekst ekki þá verður skoppast til Serbíu hina nóttina! Svo já ævintýragarparnir halda ótrauðir áfram með bakpokann stútfullan af reynslu eftir aðeins 6 daga ferðalag og 5 lönd!

Kram&knus

The A&K Team

p.s elsa skuladottir vid vonum ad tu njotir

Posted in Óflokkað

3 ummæli

 1. Svanhvít Lilja

  Hljómar vel! Kannski fyrir utan karlinn sem gleymdi að þrífa heima hjá sér:P er ekki viss um að ég hefði þraukað heila nótt á þeim bæ!
  Vona að þið verðið ekki truflaðar af löggunni mikið oftar :P

  saknsakn:*

 2. Bergrún

  snillingur :) takk fyrir bloggið, gaman að fylgjast með, mæli samt með því að beygja af glæpamannabrautinni hahahaha :)

 3. Elsa Sigríður

  Takk fyrir dásamlegan lestur, gaman að fá að fylgjast með ykkur elskurnar mínar. Ég upplifi mig og Kollu næstum í gegnum ykkur. Við urðum nefnilega líka dálítið þjófóttar um tíma, það var vegna þess að neyðin kennir naktri konu að spinna. Haldið áfram að njóta ykkur en munið að fara svolítið varlega. knús í hús