Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Interrail - Harkan 6!

22. apríl 2012 | aevintyri

13/4
Í þessum skrifuðu orðum erum við nú í lest frá Ungverjalandi niður til Serbíu á þessu 6 klukkustunda ferðalagi þá erum við búnar að syngja, borða þurrt brauð, taka allt uppúr töskunum og raða aftur í, tala við lögreglu frá Serbíu og Ungverjalandi, hrjóta, spila og þar fram eftir götum.
Í Ungverjalandi komumst við að því að sjálfstæðir íslendingar eru ekki velkomnir í skóbúðum og íslenskar stelpur eru lauslátar og ungverskir strákar líka eða það segir orðrómurinn, svo þið lauslátu stelpur heima á fróni þið getið komið til Ungverjalands í leit að „hugruðum“ strákum! Við komumst einnig að því að Ungverjar þola ekki ungverska hippa en útlenskir hippar eru hins vegar á Topp 5! Við elduðum okkar fyrstu máltíð sem heppnaðist einkar vel eða þar til við brutum glas og flösku, við prufuðum Ungversktþvottahús svo núna göngum við um ylmandi eins og Ungverjar. Við kynntumst fullt af hommum, okkar fyrstu hommar í ferðinni meira segja og ekki var það nú leiðinlegt, trylltur dans var stiginn í takt við tryllt Karókí og gátum prísað okkur sælar að hostinn okkar í Ungverjalandi gat ekki hostað okkur.

HÆ5!
14/4
Ferðin í Belgrad í Serbíu var ein með öllu!
Gistum saman á einbreiðri dýnu hjá svölum Króata með svona 20 auka manns í gistingu! Þegar við mættum í hús (sem við btw. rötuðum í sjálfar!) tók á móti okkur 2l bjórflaska, áströlsk stelpa, gaur frá Californíu og fullt af local fólki! Við dönsuðum á Dóná, borðuðum þjóðarnammi Serba, súkkuklaði popp (ógeðslega vont, hentum því í ruslið), keyptum okkur bananakókos ís og elduðum spaghetti. Síðast en alls ekki síst sáum við stærsta Dalmatíuhund sem við höfum á ævinni litið á, um 4 metrar á hæð, algjör toppur! Semsagt Serbía leynir á sér!
Enduðum daginn á því að kíkja á couch surfing og það lítur út fyrir að við séum að gera gott mót hérna í útlöndunum en allir sem við höfum hitt hafa gert report um okkur og það lítur út fyrir að litlu víkingahipparnir séu að falla í kramið hjá öllum vegna jákvæðni, gleði og góðs tónlistarsmekks! Go we!

Hamingja, hamingja, hamingja.
20/4
Lentar í Aþenu eftir skrautlegt ferðalag, á ekki önnur orð.
Lestarferðin frá Serbíu var horror! Byrjaði reyndar sjúklega spennandi þar sem við tókum næturlestina og kynntumst Nick, en hann er að ferðast einn um Evrópu. Eftir að hafa spilað og öskrað útí vindinn og lagst til hvílu vorum við vakin með óhljóðunum „PASSPORT, PASSPORT“! Þessar löggur í útlöndunum voru ekkert að spara hávaðann og ekkert að deila kurteisinni heldur. Þegar við loksins komum að landamærunum þá var okkur öllum skipað að skipta um vagn og fær allt draslið okkar yfir í hinn vagninn, svo voru allir vagnar teknir í burtu og löggan mætti aftur á svæðið og henti okkur út á teinana. Já klukkan 5 að nóttu stóðum við svona 20 manns á lestarteinum á landamærum Serbíu og Búlgaríu meðan löggan leitaði af smygluðum sígarettum, mjög skemmtilegt en stelpurnar létu það ekki á sig fá og tróðu upp við mikinn fögnuð hunda en því miður voru þeir mennsku ekki jafn sáttir. Eftir langa leit fengum við loksins að fara aftur í „þægindin“ en við þurftum að standa á lestarganginum með 30 öðrum næstu 2 timana til Sofia.
Eyddum einum degi í Sofia með 5 Serbum á leikvelli þar sem páskarir eru haldnir viku eftir á þeirra dagatali gátu þeir ekki séð sér fært að hafa neitt opið, ekki einu sinni almenningsklósett!
Um kvöldið var aftur stokkið af stað í lest og nú til Istanbul. Þrátt fyrir mestu lestarþægindi ferðarinnar var samt ýmislegt sem gekk á. Lestarstjórinn sem var um 70 ára gamall hafði mikinn áhuga á íslensku yngismeyjunum og var í því að banka á dyrnar hjá okkur og bjóða okkur í klefann sinn til að borða hnetur! Sexy, já
Istanbul var sjúkleg. Eyddum reyndar alltof litlum tíma þar og erum þess vegna á leiðinni aftur til Istanbul, bara verðum!
En erum búna að eiga góðan tíma í landi Herkúles, stoppuðum fyrst eina nótt í Thessaloniki og hittum þar Theo sem bauð okkur á leiklistaræfingu, mjög fróðlegt. Vorum svo 3 nætur hjá Stellios en Anna kynntist honum í Tanzaniu. Svo við erum búnar að sjá fullt af hauslausum og handalausum styttum, heimkynni Herkúles, taka þátt í Ólympíuleikunum og Karen fékk loksins að sjá sólina og brann til kaldra kola meðan Anna synti eins og höfrungur.
En næst á dagskrá er smá eyjahopp og síðan aftur til Tyrklands!
Víkingarnir kveðja (;

Posted in Óflokkað

Ein ummæli

  1. Svanhvít Lilja

    Endalaus ævintýri og alltaf er þessi blessaða lögga að ibba sig eitthvað við ykkur ;P

    p.s. er með icelandair síðuna opna hér hjá mér ;) er að skoða flug til norge :D