Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

Grænland 09

Ákvað að setja inn bloggið mitt síðan frá Grænlandi sumarið 09.

29 júní

Jæja lömbin góð! Nú er klukkan 08.39.. rúmur klukkutími í brottför og ég er ekki frá því að maginn sé að koma á hvolf!

Sit hérna í tölvu frá Íslandsbanka, alein á flugvellinum! Spennó spennó!
Á þessum 10 min sem ég hef verið hérna hefur mér tekist að loka fyrir heimabankann minn svo kannski þessir 5 núðlupakkar sem ég tók með mér þurfi að duga mér fram í ágúst? haha

Annars ætlaði ég bara rétt áð láta heyra í mér svona til að byggja upp spenninginn hjá ykkur! (veit ekkert hvað ég er að segja..!)
Enn jæja ætla reyna að komast yfir e-r pening í landsbankanum! múhaha

Hafið það gott!
Kram&knus Anna!

 

 29. júní 2009 kl. 00:27

Jæja ég er komin á leiðarenda! Tók allveg slatta tíma verð ég að segja..

Byrjaði á því að missa næstum af flugvélinni, var dregin út í vél.. Smá utangátta anna á ferðinni!
Flugvélin varð rafmagnslaus og eftir nokkra bið komumst við loksins af stað! Ég fekk þetta frábæra sæti við hliðiná Miklum! Grænlendingi sem fannst voða fyndið ða syngja Pippi Langstrump lagið og sýna mér mynd af kalli sem var á hátíð í Ítalíu!

Enn allavegana þessi flugvél var algjört drasl, bara betra! Eftir 3 tíma flug lentum við í Ilulisit og það var smá sjokk! Flughöfnin, eða ef ég get kallað þetta flughöfn var piiiinku lítil og það var eins og við værum komin 30-40 ár aftur í tímann! Á flugvellinum hitti ég Steina, íslendingur sem er að vinna með mér hérna. Sem betur fer annars hefði ég verið eftir í Ilulisit.. enn á flugvellinum biðum við í nokkra tíma og við tók ennþá verri og ógeðslegri flugvél sem var mikil reynsla, ég flaug afturábak! Það var sko fyndið..

Enn þessi bær er æði.. Allt svo laaaangt eftirá! Einbreiðar götur, marglituð hús kalla þetta Happy Town (rétt skrifað?) útaf þessu..haha Öll húsin ógeðslega gömul og allir með sleðahunda í garðinum sínum í keðju.. Tók rölt í gær og mætti 5 litlum hvolpum sem voru á röltinu.. þeir eru víst einu hundarnir sem fá að vera lausir.
Enn ég bý í svona húsi þar sem allt er sameiginlegt nema herbergin. Það er fínt nema það gleymdist að segja okkur að taka með sængur og allt svo við sofum öll með gardínur eða sænguver haha :)
get ekki sagt þessi íbúð sé neitt hrein, allt frekar subbulegt! Fór út að hlaupa og í sturtu og þá þurfti ég að halda sturtuhausnum svo hann lægi ekki bara á golfinu og svo kláraðist heita vatnið eftir 2 mín svo það var hressandi!
Er samt með stórglæsilegt útsýni útum gluggann minn! Get opnað hann allveg uppá gátt og það er æðislegt að sitja útí glugga og horfa á útsýnið yfir sjóinn! Aldrei eins, alltaf nýjir og nýjir ísjakar!

Annars er ég ótrúlega kát, held þetta gæti verið framtíðarbústaðurinn minn! Þarf ekki að eiga bíl hér þar sem þú kemst ekki neitt nema á bát og það eru stigar útum allar trissur því bærinn er allur í brekku svo ég verð komin með geðveika rassvöðva eftir mánuð! Og já það er ekkert neðanjarðar hérna svo ég skoppast yfir rör í hvert sinn sem ég stytti mér leið oooog það er 30 min gangur í vinnuna svo maður þarf ekkert að vera í ræktinni hérna!
Samt eitt ótrúlega skrítið, flesti eiga bíl hérna og það eru meira segja 4 leigubílar! Samt er bara 4 km á milli fyrsta og seinasta hús!

Enn jæja er í tölvu hjá vini minum svo ég má ekki hafa þetta lengra.. Hef samt svo miiiikið að segja! Þetta er svo frábært!

Og pabbi ef þú lest þetta þá á ég aldrei eftir að fara í fjallgöngu hér nema innanbæjar! Ég bý í fjalli og bærinn er umkringdur sjó, rörum og þar sem ekki eru rör þar eru sleðahundarnir í keðjum útum allt sem við megum ekki trufla svo ég er innilokuð! Nema jú ég get synt í sjónum! Eða veit ekki hvort ég má það, ætla allvegana að gera það! byrjaði á að vaða í dag.. allt í vinnslu!

Kram og knus alle sammen!

 

Allt að gerast í Polar Reje!

 1. júlí 2009 kl. 03:14

Jæja! Þá er ég komin heim af annarri vaktinni minni!
Hér er allt að gerast, er að vinna frá 15.30-00.00 eins marga daga og ég vil og get! Svo núna er um að gera að sýna hvað í manni býr og vinna svolítið!

Annars held ég að þetta gæti verið kosin hamingjusamasti vinnustaður í heimi!! Þetta er ótrúlegt.,. allir vilja heilsa manni og spjalla! Svo tala þeir bara Grænlensku eða dönsku sem ég skil ekki.. haha ótrúlega fyndið. Annars er svo mikill hávaði þar sem við vinnum að þar er bara notað táknmál og ég er nokkuð klár í því!
Er að vinna á færibandi - taka ónýta draslið og ógeðið í burtu og svo öðru færibandi þar sem frosnu rækjurnar koma og þá tek ég bækluðu í poka fyrir starfsfólkið sem vill fá heim, sem þau mega aftur á móti ekki deila með neinum öðrum..haha svo þau verða að borða heilan poka af rækju ein!

Fyrsti dagurinn var svolítið þreytulegur og langur, ekkert smá sem maður fær í axlirnar! Ekki beint vinna fyrir mig að standa kjurr íu 8 1/2 tíma.. Á erfitt með að höndla það.. Enn sem betur fer, já sem betur fer er ég að vinna með svo ótrúlega hressu fólki! Það er bara dansað og sungið eins hátt og allir geta þar sem hávaðinn er hvort eð er svo mikill svo maður dillar sér í takt og plokkar rækjur, já það er sko fútt í því!
Svo verð ég að segja ykkur frá aðal hösslinu hér í Aasiaat! Það gerist nefnilnega á færibandinu. Svo þið sem hugsið ykkur að vinna á rækjufæribandi skuluð lesa þetta vel!
Fyrst þarftu að passa að þú vinnir við hliðiná manneskjunni sem þú ætlar að hössla og réttu megin við hana svo allt dótið fer fyrst framhjá þér og svo henni. Svo þegar þú ert reddý (enginn má vera á milli ykkar) þá tekuru haug af rækjum og býrð til hjarta úr þeim og lætur þær svo fljóóta fram hjá henni!
Einn elskulegur eldri (eldgamall) maður hefur einmitt leikið þennan leik nokkrum sinnum við mig, agalega fyndið!
Svo er lika mesta vinnustaða djókið að kasta rækjum og sprauta vatni á hvort annað og að taka hálfa fiska og þykjast reykja úr þeim, fatta þann djók ekki allveg…

Annars er ég að verða nokkuð flink að plokka, er farin að plokka svo hratt að meria segja hugurinn ræður ekki við það, hendurnar bara dududududu!

Er ekki enn búin að gera neina svakalega hluti af ḿér.. allvegana ekki enn búin að detta neitt af viti svo ég er bara nokkuð stolt af mér :D

Erum að reyna að díla við kallinn að kaupa sængur og kodda í staðinn fyrir að borga leiguna, ég er sko allveg til í það! Ég sofna í sokkum, náttbuxum, bol og flýspeysu með sængurver ofaná mér og úlpu sem kodda! OG vakna með bit! Reyndar er ástæðan kannski sú að ég loka aldrei glugganum..
Það er bara svo geeeðveikt að sofna við sjávarniðinn og tónlistina frá kallinum á efri hæðinni sem kvartar nú samt undan hávaða hjá okkur..haha

Annars hef ég gert könnun hérna á þessum dögum okkar í vinnunni, íslendingar labba hraðast svo danir og svíar lang hægast.. ótrúlegt
Og svo tékkaði ég á þessum rörum, brúnu rörin eru rafmagn enn stál rörin eru heita vatnið sem virðist ekki vera til í þessu húsi því ég fæ bara kalda sturtu í hvert sinn sem ég hýri þarna haldandi á sturtu hausnum! Gott að vera harður og stunda sjósund, vissi að þetta kæmi sér vel síðar. :)
Enn ætlaa að fara að segja þetta gott í kvöld og skoppast í sturtu og kúra undir sængurverinu mínu! Mmm <3

Hafið það gott! Ég hef það allavegana ljómandi, held ég gæti bara engann veginn verið kátari að hafa komið hingað, þetta er bara veit ekki hvað ég á að segja! Stórglæsilegt!
Kannski ég komi bara ekkert heim!!!!

Djók.. kem heim einhverntímann engar áhyggjur..

Ykkar Inúíti!

p.s Ásta, Berglind og hmm man ekki fleiri til hamingju með afmælið!
og eitt p.s er ekki með eigin tölvu svo ég get ekki sett myndir.. :/

 

Gleðigleðigelði!

 6. júlí 2009 kl. 06:38

Jæja eftir miiiikla erfiðleika get ég loksins komið með fréttir!
Svo ótrúlega margt búið að gerast á þessum 8 að verða 9 dögum síðan ég kom hingað!
Alltof fljótt að líða…

Enn jæja byrjar sagan.. eða sögurnar

Núna sit ég klukkan að verða 4 um morgun í glampandi sólksini að blogga sem er ekki frásögum færarndi nema það að ég sit úti við sjóinn hlusta á fuglana og horfi á sólina koma upp.. Það getur EKKI orðið betra enn þetta…ahhh
Enn við erum nefnilega flutt íur Kollegum 1 í Kollegum 4 þar sem hvartað var undan hávaða??? í okkur.. hljóta að vera þá hrotur þar sem við gerum ekkert heima nema sofa…!!!!!
Enn það er ekkert net í nýja húsinu sem er samt í sömu götu lengjunni 3 húsum frá svo ég stel tölvunni hans Steina núina þegar hann er að vinna (með hans leyfi jájá :) ) skoppast fyrir neðan gamla húsið og sit þar í fjörunni að stela neti frá e-rjum góðviljuðum.. agalega kósý :)

Er annars búin að vera að vinna alla daga síðan ég kom hingað 9 tíma til 17 tíma vaktir..! Getur stundum tekið á taugarnar þar sem ég er ekki gerð til að standa svona lengi kjurr á sama staðnum svo ég á það til að hoppast og skoppast eins mikið og ég get enn samt alltaf á sama staðnum! Held ég sé búin að fara yfir allar minningar sem ég á, reyna að syngja öll lög sem ég kann, æfa mig í óperu, fara í rækjukast og stríð og semja öll leiðinlegustu lög sem ég hélt ég gæti ekki gert.. Svo núna vantar mér hugmyndir til að gera meðan ég stend og plokka rækjur áður enn ég fer hamförum!
Samt agalega gaman í vinnunni, hresst fólk :)
Er ekki enn búin að brjóta neitt þótt ótrúlegt sé, sem er nú kannski ekki skrítið því við fáum allt í plasti og pappa!
Annars það sem er klárlega skodnast við þetta er maturinn! Við fáum mat í vinnunni sem er jújú ágætt fyrir utan það að hann er eldaður í DANMÖRKU! Og kemur með flugi til okkar… ógeðslegt! Svo við fáum matinn í svona hvítum kössum eins og á American Style eða e-ð og hitum hann upp ío örbylgjuofni.. Krökkunum finnst maturinn ekkert sérstakur enda skil ég það vel kjötið lítur ógeðslega út eftir margra tíma flug og geymslu!
Svo ég er nokkuð ánægð með að borða ekki kjöt núna.. borða bara þessar 2-3 kartöflur sem fyglgja með og sósu þar sem þú getur ekki fengið ábót! Eða þá ég borða hrísgrjón sem eru það klesst að ég get skorið þau í bita,,,haha það er svolítið skondið.. Var me ðsvona hrísgrjóna bita og karrý sósu!

Annaras er ég ekki búinn að gera neinn svakalegan óskunda af mér hérna,,, bara e-ð létt,, kasta rækju í andlitið á bossinum e-ð svoleiðis létt bara..

Annars er það eitt sem er allveg að fara með þessa Grænverja hérna.. Ég er spurð svona annan hvern dag “Ert það þú sem hleypur?” “Hleypuru oft?” ” Borðaru ekki kjöt?” ” Hvað borðaru?”
Svo er lika ein kona sem vinnur með mér og hún vill alltaf borða kjötið mitt ef við förum saman í mat..haha já gott að nýja allt!

Annars er ég í fríi í dag (mánudag) og ætla nýta daginn í svefn, opna reikning og kaupa sæng og kodda! Jíha.. Hef aldrei sofið heila nótt… eða dag síðan ég kom hingað alltaf að deyja úr kulda samt ekkert kalt hérna..

Er lika búin að kynnast frábærri stelpu! Frida heitir hún og er ári eldri enn ég.. hún er svo skemmtileg,, skiljum reyndar varla helminginn af því sem við segjum hvor við aðra þar sem við erum hvorugar sleipastar í dönskunni enn það gerir þetta bara skemmtilegra! :)
Samferðuðum heim í kvöld og hún vildi endilega taka Taxa.. já eins og ég sagði það eru fuuuuuullt af töxum í þessum litla bæ.. jahérna..
Og ég hélt ég mundi deyja á leiðinni.. þetta eru pinku litlar götur, hundar og fólk og krakkar útum allar trissur þar sem það eru engar gangstéttir og hann keyrði bara eins og ég veit ekki hvað.. Var ansi þakklát þegar þessari ökuferð lauk..
Enn já fórum til Fridu að horfa á mynd og pabbi hennar er víst svona smiður og býr til svona skartgripi úr hvalatönnum og svona.. vá þetta var svo flott sem hún sýndi mér!

Eitt skondið atriði sem gerðist samt í vinnunni í gærkvöldi.. sat í makindum minum alein við eitt frosna rækjuborðið þar sem ég hafði hrasað í ansk*** tröppunum þegar ég var að hoppa með stigann því ég nennti ekki að fara úr stiganum… Svo allt í einu heyrast agaleg læti og þá hafði e-ð gerst í færibandinu fyrir ofan mig og það kom bara rækjurigning!! Þetta var ótrúlegt.. flesta dreymir um peningarigningu enn ég fekk rækjurigningu..hahaha
Og svo fekk ég lika að fara og skoða alla verksmiðjuna í gær, agalega kúl fekk að kikja inní allt og helling sko.. smakkaði rækjur af öllum gerðum, ný veidda úr sjónum, plokkaða, hálf frosna og frosna! Kallinn sem sýndi mér þetta er yfir á minni vakt og ég veit ekki hvað er í gangi hjá honum enn hann kallar mig alltaf MokkaMokka sem ég veit ekkert hvað þýðir og enginn sem ég spyr heldur..
er annars orðin nokkuð sleip í grænlenskunni..kanna að segja svunta, hárnet, stígvél, klossar, hæ vinur minn, og ég elska þig..kann bara ekki að skrifa það!

Enn ætla að fara að skoppast inn áður enn ég pissa á mig og skrifa yfir mig og yfir ykkur.. efast að þið nennið að lesa alla þessa langloku.. bara ef þið vissuð hvað ég hefði mikið meira að segja.. jahérna!

Enn já anna uppí rúm núna! STRAX!
Góða nótt/Góðan dag allir saman.. hafið það gott…
Kram&knus þangað til næst!

p.s verðið bara að vera dugleg að fylgjast með.. nenni ekki að taggga alltaf svona mikið og man heldur aldrei neitt.. er komin með gullfiska minni á venjulega hluti eftir ða reyna að minna hugann á að aðskilja ensku og dönsku .þar sem ég þarf alltafað skipta á milli.. var reyndar allveg útúr kú í morgun þegar ég bunaði út langloku á íslensku á sænsku stelpuna.. hún var ekki allveg að skilja hvað ég ætti við..haha

 

Örlítið áður enn ég sofna..

 8. júlí 2009 kl. 04:06

Ahh.. vá ég gæti skrifað svo mikið meira enn ég nenni alltaf..

Enn núna er klukkan að skríða í tvö.. er ný komin úr sturtu eftir að hafa verið á 9 tíma vakt og labbað heim með Fridu og strák sem ég get bara engann veginn sagt nafnið á.. haha :D

Enn ég er að verða býsna sleip í Grænlenskunni.. allir agalega ánægðir og allir að reyna að fá mig til að segja ný orð.. kann því miður ekki að skrifa nein! Enn við tréskór, stígvél, hárnet og svunta hafa bæst við hæ vinur minn, ég elska þig, er þetta í lagi/það er í lagi og nef og já svo veit ég þegar ég er spurð um tána á mér og rassinn enn ég kann ekki að segja það..haha :D

Annars langar mér mikið að hitta þennan mann(eskju) sem stjórnar þessu blessaða útvarpi… vá stundum er það allveg að fara með mig jahérna hér..
Þegar þú ert að vinna 17 tíma vakt þá er ansi ljúft að heyra harmonikku hljóma inná milli og gleyma sér í góðum minningum frá Hvammi og gamla fólkinu.. enn 7 tímar eru nú aðeins of mikið fyrir minn smekk..
Svo þegar þú ert allveg að missa þig því þú ert allveg að fara að fá að fara heim klukkan 5 á laugardagsmorgni þá er ekkert sérstaklega gaman að hlusta á dánarfréttir á dönsku í 2 tíma!
Svo á kvöldin þegar minar vaktir eru þá eru fréttir mesta allan tíman og stundum taka þeir uppá því að hafa 15 mínotna fuglasöng inní miðjum frétta tíma! Frekar vildi ég vera úti og hlusta á hann heldur enn í útvarpinu..
Tjaa fyrir utan það að á þessum 10 dögum þá hef ég séð 6 endur (eitt par býr í garðinum okkar) og 1 kríu svo það er ekki mikið um fuglasöng hér um slóðir!
Eeeeennn Svanhvít! Spurning fyrir þig.. það hefur komið eitt gott lag í þessu útvarpi og eins gott að þú getir gett hvaða lag það er!!

Það er búið að vera þvílkíkt gott veður núna.. reyndar hef ég ekki notið þess neitt svakalega enn núna sit ég enn og aftur úti enn vafin í úlpuna mína og síðar buxur enda orðið frekar kalt núna.. enn kannski mest útaf því að ég er að verða uppétin af flugum!
Ég er sú eina af okkur 7 sem er með svona þvílíkt mikið af bitum.. lítur út eins og ég hafi sent þeim öllum boðskort að smakka á mér.. ohh

Enn hey! Fyrir ykkur sem eruð búin að vorkenna mér vegna sængurleysis þá fór ég eftir laaaanga bankaferð í gær.. vorum að stofna reikning til að fá launin okkar og ég er komin með danska kennitölu..haha skondið já.. Enn allavegana þá er ég búin að fjárfesta í sæng OG kodda!
Vá leið eins og þvílíkri prinsessu þegar ég fór að sofa í gær.. á ógeðslegu rúmi, rifnu bleiku laki ENN með sæng og kodda! Vá svo gott..
Er sko í ESS-inu mínu núna..

Og já í dag þá fór ég með Fridu í búðir fyrir vinnu og vá það eru 3 fatabúðir hérna og ekki e-ð rusl sko.. bara alvöru merkjabúðir og læti.. bara eins og maður sé staddur á sjálfu strikinu..haha :D
Og þar sem við gengum þarna niður götuna þá kom e-r kall talaði við Fridu snéri sér svo að mér og blótaði mér í sand og ösku á íslensku…hahahaha þá býr/bjó hann rétt fyrir utan selfoss og þetta var það eina semm hann kunni á ísl..haha þetta var svo fyndið!

Annars ætlaði ég bara rétt að heyra í mér svona ef ég skildi verða étin upp til agna!
Hafið það gott alle sammen!
Kveðjur frá inúítanum og þessum þúsund flugum sem sitja umm hann núna..

 

ajunngilaq

Deila

 12. júlí 2009 kl. 21:59 | Breyta glósu | Eyða

Jeiii! Tad er allt i godu med mig!

Buid ad loka fyrir netid svo eg sit heima hja Fridu minni og pikka a tetta rammgrænlenska lyklabord!

Svooo otrulega margt buid ad gerast sidustu daga ad tad er otrulegt!
Er buin ad vinna, sofa med finu sænguna mina, fara a Grænlenskan bar, party i donsku vardskipi og synda i grænlensku vatni!
Ja tad er aaaaallt ad gerast herna! Held eg vilji ekkert fara heim aftur tetta er svo otrulega ædislegt!

Enn va tvilik upplifun ad fara a tennan bar! For a fostudagskvoldid med Steina og fyrst satum vid bara og horfdum a.. tetta var otrulega olikt Islandi! Tar eru allir i sinu finasta pussi og agalegt enn herna geturu bara mætt a djammid i hlaupaskonum og itrottafotunum tinum! Haha :D
Enn tetta var hrikalega gaman! Frida mætti ad lokum a svædid og hittum fullt af folki fra verksmidjunni! Allir ad dansa og svo mætti einn yfirmadurinn nokkud vel i tvi..haha tad var skondid!
Svo var tetta bara allveg eins og a Husavikinni allir vissu ad tu værir ekki tadan og tad var alltaf verid ad pikka okkur og spurja hver vid værum og hvad vid værum ad gera.. :)
Enn svo a laugardeginum ta for bara eg og Frida eftir vinnu.. lokar allt klukkan 3 svo tetta er ekki mikill timi..
Enn a laugardeginum hittum vid 2 ansi skemmtilega drengi fra Dk sem Frida vildi endilega tekka a svo vid roltum med teim i gengunm bæinn og skruppum i fotbolta med Grænlenskum krokkum um midja nott og svo vorum vid allti einu komin nidra hofn! Eg skildi ekki neitt enda ekkert skorpust i heimi i donskunnu svo eg fylgdi bara med..
Svo vildu teir endilega ad vid færum med i batinn Frida helt nu ekki ad hun færi ad stelast i annarra manna skip! Enn eg stokk tarna galvosk yfir batinn og tekkadi a tessu.. Svo kom tad i ljos ad teir voru svona varnarmenn eda tu skilur svona vardskip fra Dk! Og vid fengum ad skoda allann batinn og agalega gaman.. Svo kom restin af ahofninni med fullt af Grænlensku lidi i eftirdragi og tad var bara skellt tonlist a foninn og allir agalega katir med lifid!
Eins og mer einni er lagid tokst mer ad slasast tarna eins og halfiviti tar sem eg sat tarna a bordstokknum og var ad reyna ad finna ord yfir oheppni a donsku og gat bara sagt ohamingjusom sem er klarlega ekki tad sama tar sem eg er hamingjusom enn oheppin! Og eg stekk tarna nidur flækist i e-rju doti og krem fotinn a milli svo nuna er eg stokkbolgin a skoflungnum og labba eins og asni!!

Enn dagurinn i dag var frabær, forum upp ad e-rju vatni.. eg miskildi tetta e-d og helt tetta væri stutt fra svo eg var bara i gummisandolunum minum sem gekk ekki!
Tetta var agalega langt labb i klettum og læti og eg eins og halfviti og hefdi aldrei labbad i hrauni! Enn eg reddadi tessu og komst a leidarenda!
Tetta var allveg eins og a Islandi næstum, otrulega flott!
Eg synti eins og herforingi medan hinir vodudu bara tar sem fair kunna ad synda..
Frabær dagur

Enn ætla segja tetta gott i bili.. Frida ordin otreyjufull eftir mer…

Hafid tad gott tangad til næst!
-Anna

 

Þetta land…

Deila

 19. júlí 2009 kl. 19:37 | Breyta glósu | Eyða

Jahérna hér..

Stundum veit ég ekkert á hvaða tímabelti ég er stödd á..
Líður stundum eins og ég sé að horfa á svona 4 mánaða hvolp sem samsvarar sér engann veginn.. Alltof langir fætur, agalega klunnalegur, hleypur á enn er samt svo agalega krúttulegur og óþekkur.
Svona finnst mér bærinn vera..
Engar gangstéttir, fullt af bílum og allir keyra eins og kreisí, 10 ára krakkar að reykja, sjálfsagt mál að reykja hass, drekka og sleppa því að mǽta í vinnuna án þess að láta vita. Ótrúlega yndislegt fólk, flestir kátir og hressir, frábær náttúra.. gæti haldir áfram endalsust..

Annars hefur ekki mikid á daga mína drifið.. er svo ótrúlega bitinn að ég veit ekki hvort það er meira pláss á mér til að bíta.. oo þetta er það eina sem ég þoli ekki við þetta land!

Fórum krakkarnir i Nordjobbinu i hvalaskoðun i gær, það var gaman.. Reyndar ekkert nýtt fyrir mig og Steina enn hini voru bara vááááaá Allveg að missa sig úr kæti, hvalirnir komu býsna nálægt svo það var nokkuð töff!
Hef samt mestmegnis verið að vinna… kíkti jú á barinn á föstudaginn það var gaman eins og alltaf.. hefði þo mátt enda aðeins betur..

Frábært veður hérna verð ég að segja.. aldrei rok! Kom annars rigning í einn dag og vá hvað ég var búin að gleyma hvernir myrkur er.. Fannst ég aldrei hafa verið í myrkir áður, það var agalega dimmt!!

Svo átti ég að vera í fríi í dag og í gær enn það mætti bara enginn í vinnuna í nótt svo Leif (yfirmaðurinn) kom galvaskur heim og náði í mig og Rebekku og bað okkur að vinna svo ég sem ætlaði að hafa kósý og horfa á mynd eyddi nóttinni á rækjuborðinu.. Jess!
Stundum held ég að það geti ekki farið meria úrskeðis í þessari vinnu.. Rækjurigning hér og þar, ísrækjuklakar sem stífla allt og allt í volli.. þetta reddast nú sem betur fer alltaf.

Enn ætlaði bara rétt að láta heyra í mér.. meika ekki að sitja úti í þessum flugum vá hvað mér klæjar..
Takkuss!

 

Lifid er dans….

 28. júlí 2009 kl. 02:17

i Polar Reje!

Komst ovætt i tolvu! Klukkan er ad ganga half 1 og eg var ad klara ad vinna.. seinustu tvo solarhringa er eg buin ad vinna 24 tima og sofa 3 tima.. veit ekki hvort eg hondli ad labba heim ja herna her..

Enn nuna fer ad lida ad heimferd, get ekki sagt tad se spennandi! Yfirgef Aasiaat a fostudagshadegi og tarf ad gista i Ilulissit og veit ekki hvad og hvad.. enginn Steini til ad bjarga mer nuna svo eg veit ekki hvad verdur um mig! hehe :)

Enn seinustu vikur eru bunar ad vera frabærar!
Er buin ad synda aftur i vatninu, fara a grænlenska rokktonleika, hitta fuuullt af folki, vera bodid ad fa isbjarnartattoo, syngja, dansa, vinna, hlæja og sidast enn ekki sist synda heil 2 skipti i Grænlandshafi!
Tad var geggjad.. i fyrra skiptid for eg ein eftir vinnu, ogedlsega kalt ja! Enn tetta var bara svo kul, solin ad setjast klukkan ad ganga 1 og va tetta var super.. Svo i seinna skiptid tokst mer ad plata Steina med mer og va tad var ekkert sma fyndid..hef sjaldan heyrt onnur eins oskur! Eg hlo svo mikid ad eg ætladi aldrei ad komast ur sjonum..haha
Svo er eg buin ad elda 3! Allveg heil 3 skipti ja…
E-d fatæklegt um potta og ponnur svo eg eldadi grjonagraut fyrir mig eina i potti sem hefdi dugad fyrir stora bjarnarfjolskyldu enn tad var i lagi.. Grjonagrautur med rusinum! Svo eldadi eg pasta i tessum super potti og sosuna a ponnu,, frekar ævintyralegt!

Annars a eg heilmikikdi af ævintyrasogum ad segja bara hef ekki tima til ad segja fra nuna.. miklu skemmtilegra lika ad heyra tær bara!

Enn hafid tad gott tangad til næst… Tad er ad segja ef eg verd ekki strandaglopur i Ilulissit!!

Takuss!

Sidasti vinnudagurinn!

 30. júlí 2009 kl. 17:38

Jaherna her.. sidasti vinnudagurinn virdist ætla verda bysna skrautlegur! Her er ekkert vatn svo enginn kemst a klosettid, tvo ser um hendurnar, eda fryst rækjurnar svo her hanga bara allir og vita ekkert hvad teir eiga ad gera..

Yndislegt!

Enn annars liggur leid min til Ilullisit a morgun.. trui tvi ekki ad tessar 5 vikur seu strax lidnar! Tetta er hrikalegt! Er buin ad vera dugleg ad halda Steina vakandi sidustu daga og vid erum buin ad skoda held eg allt sem hægt er ad skoda.. fundum meira segja gamlann torfbæ i gær! Jei..

Er annars super hress og kat, er bara sma kvidin ad turfa ad rolta um Ilulisit og finna hotel og redda mer tar.. allt virdist fara urskedis hja mer endrum og sinnum.. get varla talid hvad eg datt oft i gær og dag! Brjalud hamingja!

Enn hafid tad gott fram a laugardag..
Takuss!

 

Alltof stutt i heimfor!

Deila

 31. júlí 2009 kl. 20:12 | Breyta glósu | Eyða

Va tessir sidustu solahringar hafa verid allveg lysandi fyrir mig.. skil ekki hvernig eg hondla stundum sjalfa mig!

Vatnid komst loksins aftur a og vid byrjudum ad vinna.. sidasti vinnudagurinn var bara nokkud skemmtilegur. Tegar 2 timar voru eftir ta klarudust rækjurnar svo vid trifum alla verksmidjuna, eeeelska ad trifa! Tu ferd i risastorann pollagalla, svo er bara vatn og sapa utum allt! Og svo hoppast eg bara og skoppast i bleytunni og madur skridur i gegnum allt og undir allt til ad trifa, mjog gaman!
Svo lobbudum vid svona 10 saman heim og allir voda sarir ad eg væri ad fara og spurja hvort eg kæmi ekki aftur og svo var eg knusud og kysst.. langar bara ekkert heim!

Svo var eg loksins komin heim um eitt leitid og ta akvadum vid Steini ad fara i sma leidangur a kano, va tad var gaman. Forum i kringum adra eyju, stoppudum frekar oft ad skoda e-d dot, fletja kellingar, tekka a bergmalinu og fleira skemmtilegt. Kom hvalur bara rett hja okkur otrulega kul.. og svo natturulega isjakar utum allt. Svo er piiiiinku litil eyja sem e-r kall geymir hundana sina a og vid skodudum tad lika, skritid ad fylgjast svona med teim frjalsum.
Svo vorum vid rett okomin tegar einn kallinn a morgunvaktinni brunar fram hja okkur a batnum sinum og vid bara ha.. er klukkan ordin 7? Ta vorum vid buin ad vera uta sjo i 5 tima..haha :)
Svo eg hef ekkert sofid i nuna 36 tima tar sem eg for i flug til Ilulissat klukkan 12…
Sem er ekki frasogur færandi nema tad ad Steini og Inunguaq komu med mer a flugvollin og tad var svoa 40 min i brottfor og tad var buid ad loka og tad atti ekkert ad hleypa mer heim..
Langt sidan eg hef verid svona stressud, shit. Enn tad hafdist a endanum, eg kvaddi strakana og for i velina..
Otrulega leidinlegt ad fara, fekk allveg i magann. Utsynid samt hrikalega flott fra flugvelinni.

Annars sit eg nuna a hoteli i Ilulissit, buin ad skoda allann bæinn og hafa tad kosy.. Er a agætis hoteli en djofull hef eg aldrei a ævi minni borgad svona mikid fyrir eina nott a hoteli.. helt tetta væri ekki hægt!

Enn ætla ad fara ad kura mer svo eg geti vaknad i flugid a morgun.. Jahernaher..
Takuss!