Anna ævintýri

Ég er frjáls eins og fuglinn..

love the life you life, life the life you love..

10. júlí 2011 | aevintyri

13/6
Vakna við moskuna um 5 kúra aðeins lengur, vakna við apana rífast, hanann gala og sólina skína í augun. Fer á fætur, rölti á klóið, klæði mig og trítla í morgunmat. Heilsa öllum með „Mambo“ drekk heita mjólk, borða eitt stykki þurrt brauð og ávöxt. Tíni lemmónsíu af trjánum á heimleiðinni, ef ég er heppin færir mér einhver baby-appelsínur.
Ég er til í slaginn.
Byrjuð í Kiswahili kennslu, loksins. Bráðum ætla ég ekki að tala meiri ensku.
Gleymdi allveg að segja ykkur frá verkefninu okkar síðasta föstudag! Við vorum með workshop fyrir konur í hverfinu. Ég og Janine (holland). Janine talaði um menntun&markmið, ég talaði um fjölskyldu&heilsu. Dagurinn hefði ekki getað heppnast betur. Það mættu yfir 30 konur, allt frá heimahjúkrunarkonu til kjúklingabónda og þær voru yfir sig ánægðar með daginn. Við (ég) talaði aðallega um hluti sem ég vissi, þ.e hlutir sem mér finnst vera e-ð sem allir ættu að vita. Við ræddum t.d um heilsu, hreinlæti, hvernig ætti að höndla mat og vatn, malaríu/magaveiki, kvennlíkamann/kynlíf, (já stelpur ég gat það allveg án þess að fara hjá mér!) kynsjúkdóma og varnir. Og þarna fékk ég á hreint að það er ekkert, já engin fræðsla um flest þessara málefna. T.d fékk ég spurningar sem hljómuðu „Hætti ég að fá túrverki ef ég giftist?“ (vona hún hafi nú samt meint eftir að hún eignaðist barn) „get ég notað sama smokkinn 2?“ „Afhverju má ég ekki geymist kjöt ekki lengi í hitai?( óeldað)“ „Afhverju þarf ég að skola grænmeti/ávexti?“ „Afhverju má ég ekki drekka áfengi á meðgöngu?“
Við Janine fórum í vettvangsferð í apótekið til að sjá hvað hægt væri að fá og þú gast fengið allt mögulegt, t.d smokka, þungunarpróf og pilluna. Þær vissu um smokkinn en nánast engin af þeim vissi um restina, sem var frekar sorglegt að heyra. Við keyptum sýnishorn af öllu saman til að sýna þeim hvernig þetta liti út og virkaði og svo vorum við með þessa agalega skemmtilegu verklegu smokkakennslu á banana. Þær voru allar svo vandræðalega greyin.. haha.
16.6
Fór í gær og heimsóttir eitt munaðarleysingjahælanna. Á ég aldrei eftir að hætta að fá sting í hjartað?
Krakkar á aldrinum nokkurra mánaða uppí 22-24 búa þarna. Þau elstu eru svo heppin að þau meiga búa þarna e-ð áfram, ganga í skóla og  fá sér vinnu. Sem er mjög jákvætt. Það er ekki mikið um fatlaða þarna en mikið þarf starfsfólkið að fá e-rja kennslu/fræðslu. Þarna búa um 140 börn og þetta er aðallega börn að sjá um börn. 3 ára gamall strákur var að  burðast með ungabarn og gefa honum að borða..
Hreinlæti þarna er sama sem ekkert, þau sitja á gólfinu og borða með höndunum sem hafa ekki verið þvegnar í ég veit ekki hvað langan tíma. Það eru engar bleyjur, ekki einu sinni taubleyjur notaðar og nýja stelpan frá Frakklandi var svo heppin að fá piss á sig einn morgunuinn þegar hún var að gefa barninu að borða.. það var allveg smá fyndið.. aha

Svo ef einhver hefur áhuga á að styrkja þetta blessaða heimili með hreinlætisvörum(t.d sápu) eða bleyjum þá megiði endilega hafa samband við mig.

27.6
Þessa vikurnar er ég stödd í Mbeya(Mpuguso), lengst uppí fjöllum umkringd bönunum. Það er gjörsamlega allt morandi í bönunum, hver einasta landsspíra hefur að geyma bananatré mér er farið að dreyma banana á nóttinni, ég er að breytast í banana…
Lífið er samt ekkert verra, bara betra ef e-ð er. Er búin að vera að skoða work camp fyrir tanz-ken prógrammið okkar og svo workcamp fyrir national-tan, mála skóla, spila fótbolta við krakkana, mæta meira í kirkju en ég hefði getað ýmindað mér, eignast fjöldann allan af nýjum mömmum, pöbbum og systkinum.

Það eru allir svo ægilega ánægðir að sjá Mzungu hér, ég er eins og drotting! Ég fæ heimboð hér og þar og bæinn og tedrykkjan er allveg í hámarki þessa dagana. Allir þekkja mzungu-an og krakkarnir ærast af gleði þegar ég kem að spila fótbolta, kannski samt vegna þess að ég gaf markmanninum mínum strigaskóna mína… Það er allveg ótrúlegt að sjá strákana í fótbolta, sumir hafa fáránlega mikla hæfileika og það sem þeir geta hlaupið! Þeir spila alla daga þangað til myrkvar og á tánum, meira segja eldri kallarnir voru að keppa við nágrannaliðið um daginn og helmingurinn af liðinu var ekki í skóm eða bara öðrum skónum! Það er greinilegt að þegar um fótbolta er að ræða þá er ekkert sem stoppar fólk!
Vinnan gengur bara þokkalega og ég er með há framtíðarplön um að stofna long term verkefni hér, kenna í skólum og skemmtileg heit.

Síðasta vika var allveg ótrúleg, allir voru að koma og þakka okkur fyrir það sem við vorum að gera og bjóðast til að hjálpa okkur og spyra hvort þau gæti verið volunteer.
7/7
Komin aftur til UVIKIUTA. Það var hrikalega erfitt að kveðja fólkið mitt í Mpuguso, allir eru svo vinalegir þarna og ég eignaðist fjöldann allan af fósturfjölskyldum. Stefni á að fara aftur eftir 3-4 vikur og búa þar í e-rn tíma. Lífið þarna er yndislegt þrátt fyrir rafmagnsleysi 22 tíma sólahrings og kulda. En bærinn er staðsettur í fjarska-nistan svo það er frekar kalt þarna á nóttinni og morgnana. Ég heimsótti Lake Niasa sem var ótrúlega gaman, lærði á mótorhjól og ferðaðist með 2 góðum vinum 3 saman á mótorhjólaskellinöðru lengst uppí fjöll til að skoða vatn sem á að hafa orðið til þegar gamall maður dó og bað fjölskyldu sína að grafa sig á álveðnum stað og flytja síðan í burtu því þarna ætti eftir að koma stórt vatn.
Skemmtilegt að segja frá því að ég afrekaði það að fá gat á hausinn síðasta sunnudaginn minn og þar sem enginn  var við á sjúkrahúsinu þá skoppaðist ég í næsta apótek með hálfan bæinn á eftir mér segjandi „Pole, Pole sana!“ (fyrirgefðu, fyrirgefðu innilega). Og næstu daga á eftir var ég að fá „Pole“ frá gjörsamlega öllum. Fólk sem ég kannaðist ekki einu sinni við kom til mín og sagði „Anna! Pole!“ Semsagt, það tóku það allir ægilega nærri sér að litli muzunguinn sem málar skóla og gefur strigaskó og fótbolta hægri vinstrihafi meitt sig.
Er búin að fá allskonar tilboð um að koma og kenna í skólanum og Pasta (presturinn í bænum) er einn þeirra sem er hvað æstastur að fá mig. Hann er búin að bjóða mér að koma og búa á Hosteli, elda fyrir mig, finna fósturfjölskyldu og ég veit ekki hvað og hvað.. svo aldrei að vita nema ég ílengist e-ð í fjöllunum..
Held þetta sé nóg fyrir ykkur .. of mikið af því góða kannski!?
-ps. Ef e-r hefur áhuga á að styrkja skólann í Mpuguso um skóabekk (30 þús sjillings- u.þ.b 2700.kr) þá megiði endilega senda mér póst! Um 100 börn í hverjum bekk og mikill skortur á skóabekkjum! Eða munaðarleysingjarhælið í Mbagala um bleyjur/sápur
- annasigridur9@gmail.com
Og já! Komin með nýtt símanúmer aftur! Hitt er ónýtt svo endilega eigið skemmtielgt símtal  til Tanzaniu! +255762291504

love anna

Posted in Óflokkað | 3 ummæli »

Apaárás

13. júní 2011 | aevintyri

13.6.11
Mambo!!
Afmæli í Tanzaniu þetta árið, búin að eiga afmæli í Grænlandi, Dk og Noregi svo ég bíð spennt eftir næsta! Haha

Er annars búin að eiga nokkuð góða byrjun, er búin að taka nokkur viðtöl og heimsækja tvo leikskóla og einn skóla, ætla reyna að fara eftir hádegi og kíka á eitt munaðarleysingjahælanna. Þetta lítur allt þokkalega vel út en samt allveg heilmargt sem þarf að laga hér. Vona bara að öll þessi vinna eigi eftir að skila einhverju og ég geti litið til baka eftir 6 mánuði og hugsað að það hafi allavegana eitthvað breyst til batnaðar!
Kenya-Tanzana sjálboðaliðarnir fóru allir til Mbea á sunnudagsmorgun. Ég vaknaði eldhress um hálf 5 til að kveðja þau. Og eyddi sunnudeginum alein þar sem restin af fólkinu var einhversstaðar í safari og skemmtilegheitum.
Fer svo vonandi á föstudag til Mbea og verð þar í rúmar 2 vikur til að fylgjast með Tanz-Ken prógarmminu og svo Canada-Tanz prógrammi. Hefði aldrei getað ýmindað mér hversu mikill munur er á „hvítum“ sjálfboðaliðum og þeim afrísku bæði í hugsunarhætti og verki. Er búin að eyða mestöllum tímanum mínum með þeim afrísku og þau eru allveg fáránlega dugleg og pæla mikið í því hvað þau geta gert til að bæta lífsskylirði og auka tækifæri fólks. En svo fer ég með restinni (hvíta liðinu) í skóla/stofnanir og þau eyða tímanum í að taka myndir af krökkunum og eltingaleik. Jú auðvitað eiga þau að hafa gaman og krakkarnir eru líka svona ægilega sæt en eyddu þau virkilega öllum þessum peningum í að koma hingað til að leika við lítil sæt börn. Væri ekki betra að eyða tímanum sem þau fá með þeim í að kenna þeim e-ð að viti. Flest þeirra skráðum sig í ensku/stæ eða íþróttakennslu en stundum skil ég ekki allveg afhverju..

Tanzaniubúar eru allveg agalega skemmtilegt fólk og ég er búin að eignast góða vini á hárgreiðslustofum í nágrannabæjum og svo einn bananasölumann svo það er allt að gerast.

Dýrin eiga allveg sín móment, um daginn sat kráka á þakinu hjá okkur og hún miðaði svona agalega vel og kúkaði á Cindy (Taiwan) það var hápunkur síðustu viku. Í gær ákváðu svo öll dýrin hér að gera árás á mig, aparnir ætluðu að stela hádegismatnum mínum og mættu 4 á svæðið frekar ógnagndi, svo kom kálfur í garðinn minn og hljóp á allan nýþvegnaþvottinn minn! Og ekki bara 1 sinni heldur 3! Svo ég mátti gjörasvo vel að þvo aftur. Svo ákváðu hænurnar undir stjórn hanans að reyna að hræða mig í burt frá mínu eigin húsi! En ég er svo hugrökk að ég lét hvergi bugast.

Kwaheri!

Posted in Óflokkað | 5 ummæli »

Hakuna Matata!!

1. júní 2011 | aevintyri

31.5.11
Tilfiningin að vakna aftur upp við tónlist, hænur og geitur? Best.

Jæja eins og flest ykkar vita er ég komin aftur á vit ævintýranna og núna til Tanzaniu! Það verður ekki mikið betra ;)
En núna er ég að vinna í verkefni sem kallast „Volunteering matters“ en þetta er aðeins öðruvísi en ég hafði ýmindað mér og miklu, miklu umfangsmeira! UVIKIUTA nefnast samtökin sem ég er hjá núna vilja nefninlega verða hluti af ICVY samtökunum. En ICVY sendir fólk út í langtíma verkefni (6m-1ár). Og verkefnið mitt er að hjálpa þeim að verða hluti af þeim. Og það er bara ekkert djók, ég óska þess að ég væri búin með háskóla því þá væri ég búin að skrifa lokaritgerð og kynni upplýsingaöflun og setja saman upplýsingar.. en verkefnið mitt felst í því að taka viðtöl við sjálfboðaliða, verkefnastjóra, fósturfjölskyldur, yfirmenn skóla/heimilla og fólk í sendiráðinu/ráðuneytinu. Svo þarf ég að heimsækja fullt,fullt af verkefnum hér og þar um Tanzaniu til að sjá hvort lýsingin á verkefni stemmi við verkefnið. Og að lokum þarf ég svo að skila þessu öllu saman fallega uppsett og segja frá hverju ég komst að! Og eins og það sé ekki nóg þarf ég að hjálpa til við að skipuleggja 2 hátíðisdaga og búa til LOGO sem lýsir þessu verkefni! Svo já það er mikið verk fyrir höndum næstu 6 mánuði.. trallalalaa.. Hakuna Matata!
En lífið í Tanzaniu er bara súpergott! Ég er með sér herbergi og bý í svona kommúnu? En þetta er staðsett fyrir utan Dar es Salaam og ég bý nánast útí skógi sem er yndislegt! Hér eru litlir apar allstaðar, kýr á beit og bláir fuglar! Note to Aníta- við erum öll rosa góðir vinir (s.s ég, aparnir og geiturnar) ég passa mig á að vingast ekki við neinar hænur og ég borða ekki kjöt nema það sé fiskur! (ekki verið kjúlli hingað til!) Hérna búa sjálfboðaliðar, fólk sem vinnur hjá UVIKIUTA og svo er búið að stofna nokkurnvegin bæ fyrir fólk sem lifir sjálfsþurftarbúskap. En allir hjálpast að við að byggja húsin og svo lærirðu að rækta garðinn þinn og lifa af jörðinni.
Fólkið hérna er frábært og strax frá fyrsta degi var eins og ég hefði búið hérna alltaf. Sjálfboðaliðarnir eru allir í short term en þá eru þau bara frá 10 dögum uppí 3 mánuði svo ég verð í því að grenja úr mér augun þegar ég þarf að kveðja frábært fólk og brosa útað eyrum þegar ég kynnist nýju. Er búin að eignast frábæra vini frá Tanzaniu og Kenya en þau eru í skiptisjálfboðavinnu – hér í 3 mánuði og í Kenya í 3 mánuði. Og ég mun ferðast með þeim e-ð um Tanzaniu til að sjá hvernig verkefnið þeirra gengur fyrir sig og hlakka ég mikið til :)

Mamma; ekki hafa neinar áhyggjur af matarmálum.. þetta er allt í góðum höndum hjá Evu sem eldar besta mat sem ég hef kynnst í langaaaann tíma!

Magga; Hvernig gengur hjá þér? Er ekki allt að koma? Það er sko fyrsti í dag og bráðum fer ég að verða peningaþurfi.. djók! Haha  En updite fyrir þig i stuttu máli
- Bý með öpum, er sveitt og sæt, borða vel!

Annars elsku allir vona þið hafið það gott. Sendi skínandi sólarkveðjur til ykkar héðan frá okkur öpunum! +

Beijo!!!

p.s netið er alveg rosalega mikið á móti mér í heimi sólarinnar en þegar þetta er skrifað hef ég setið við tölvuna í næstum 4 tima og betið eftir nettenginu! Whoopwhoop!

Posted in Óflokkað | 6 ummæli »

Hakuna Matata!!

1. júní 2011 | aevintyri

31.5.11
Tilfiningin að vakna aftur upp við tónlist, hænur og geitur? Best.

Jæja eins og flest ykkar vita er ég komin aftur á vit ævintýranna og núna til Tanzaniu! Það verður ekki mikið betra ;)
En núna er ég að vinna í verkefni sem kallast „Volunteering matters“ en þetta er aðeins öðruvísi en ég hafði ýmindað mér og miklu, miklu umfangsmeira! UVIKIUTA nefnast samtökin sem ég er hjá núna vilja nefninlega verða hluti af ICVY samtökunum. En ICVY sendir fólk út í langtíma verkefni (6m-1ár). Og verkefnið mitt er að hjálpa þeim að verða hluti af þeim. Og það er bara ekkert djók, ég óska þess að ég væri búin með háskóla því þá væri ég búin að skrifa lokaritgerð og kynni upplýsingaöflun og setja saman upplýsingar.. en verkefnið mitt felst í því að taka viðtöl við sjálfboðaliða, verkefnastjóra, fósturfjölskyldur, yfirmenn skóla/heimilla og fólk í sendiráðinu/ráðuneytinu. Svo þarf ég að heimsækja fullt,fullt af verkefnum hér og þar um Tanzaniu til að sjá hvort lýsingin á verkefni stemmi við verkefnið. Og að lokum þarf ég svo að skila þessu öllu saman fallega uppsett og segja frá hverju ég komst að! Og eins og það sé ekki nóg þarf ég að hjálpa til við að skipuleggja 2 hátíðisdaga og búa til LOGO sem lýsir þessu verkefni! Svo já það er mikið verk fyrir höndum næstu 6 mánuði.. trallalalaa.. Hakuna Matata!
En lífið í Tanzaniu er bara súpergott! Ég er með sér herbergi og bý í svona kommúnu? En þetta er staðsett fyrir utan Dar es Salaam og ég bý nánast útí skógi sem er yndislegt! Hér eru litlir apar allstaðar, kýr á beit og bláir fuglar! Note to Aníta- við erum öll rosa góðir vinir (s.s ég, aparnir og geiturnar) ég passa mig á að vingast ekki við neinar hænur og ég borða ekki kjöt nema það sé fiskur! (ekki verið kjúlli hingað til!) Hérna búa sjálfboðaliðar, fólk sem vinnur hjá UVIKIUTA og svo er búið að stofna nokkurnvegin bæ fyrir fólk sem lifir sjálfsþurftarbúskap. En allir hjálpast að við að byggja húsin og svo lærirðu að rækta garðinn þinn og lifa af jörðinni.
Fólkið hérna er frábært og strax frá fyrsta degi var eins og ég hefði búið hérna alltaf. Sjálfboðaliðarnir eru allir í short term en þá eru þau bara frá 10 dögum uppí 3 mánuði svo ég verð í því að grenja úr mér augun þegar ég þarf að kveðja frábært fólk og brosa útað eyrum þegar ég kynnist nýju. Er búin að eignast frábæra vini frá Tanzaniu og Kenya en þau eru í skiptisjálfboðavinnu – hér í 3 mánuði og í Kenya í 3 mánuði. Og ég mun ferðast með þeim e-ð um Tanzaniu til að sjá hvernig verkefnið þeirra gengur fyrir sig og hlakka ég mikið til :)

Mamma; ekki hafa neinar áhyggjur af matarmálum.. þetta er allt í góðum höndum hjá Evu sem eldar besta mat sem ég hef kynnst í langaaaann tíma!

Magga; Hvernig gengur hjá þér? Er ekki allt að koma? Það er sko fyrsti í dag og bráðum fer ég að verða peningaþurfi.. djók! Haha  En updite fyrir þig i stuttu máli
- Bý með öpum, er sveitt og sæt, borða vel!

Annars elsku allir vona þið hafið það gott. Sendi skínandi sólarkveðjur til ykkar héðan frá okkur öpunum! +

Beijo!!!

p.s netið er alveg rosalega mikið á móti mér í heimi sólarinnar en þegar þetta er skrifað hef ég setið við tölvuna í næstum 4 tima og betið eftir nettenginu! Whoopwhoop!

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Hakuna Matata!!

1. júní 2011 | aevintyri

31.5.11
Tilfiningin að vakna aftur upp við tónlist, hænur og geitur? Best.

Jæja eins og flest ykkar vita er ég komin aftur á vit ævintýranna og núna til Tanzaniu! Það verður ekki mikið betra ;)
En núna er ég að vinna í verkefni sem kallast „Volunteering matters“ en þetta er aðeins öðruvísi en ég hafði ýmindað mér og miklu, miklu umfangsmeira! UVIKIUTA nefnast samtökin sem ég er hjá núna vilja nefninlega verða hluti af ICVY samtökunum. En ICVY sendir fólk út í langtíma verkefni (6m-1ár). Og verkefnið mitt er að hjálpa þeim að verða hluti af þeim. Og það er bara ekkert djók, ég óska þess að ég væri búin með háskóla því þá væri ég búin að skrifa lokaritgerð og kynni upplýsingaöflun og setja saman upplýsingar.. en verkefnið mitt felst í því að taka viðtöl við sjálfboðaliða, verkefnastjóra, fósturfjölskyldur, yfirmenn skóla/heimilla og fólk í sendiráðinu/ráðuneytinu. Svo þarf ég að heimsækja fullt,fullt af verkefnum hér og þar um Tanzaniu til að sjá hvort lýsingin á verkefni stemmi við verkefnið. Og að lokum þarf ég svo að skila þessu öllu saman fallega uppsett og segja frá hverju ég komst að! Og eins og það sé ekki nóg þarf ég að hjálpa til við að skipuleggja 2 hátíðisdaga og búa til LOGO sem lýsir þessu verkefni! Svo já það er mikið verk fyrir höndum næstu 6 mánuði.. trallalalaa.. Hakuna Matata!
En lífið í Tanzaniu er bara súpergott! Ég er með sér herbergi og bý í svona kommúnu? En þetta er staðsett fyrir utan Dar es Salaam og ég bý nánast útí skógi sem er yndislegt! Hér eru litlir apar allstaðar, kýr á beit og bláir fuglar! Note to Aníta- við erum öll rosa góðir vinir (s.s ég, aparnir og geiturnar) ég passa mig á að vingast ekki við neinar hænur og ég borða ekki kjöt nema það sé fiskur! (ekki verið kjúlli hingað til!) Hérna búa sjálfboðaliðar, fólk sem vinnur hjá UVIKIUTA og svo er búið að stofna nokkurnvegin bæ fyrir fólk sem lifir sjálfsþurftarbúskap. En allir hjálpast að við að byggja húsin og svo lærirðu að rækta garðinn þinn og lifa af jörðinni.
Fólkið hérna er frábært og strax frá fyrsta degi var eins og ég hefði búið hérna alltaf. Sjálfboðaliðarnir eru allir í short term en þá eru þau bara frá 10 dögum uppí 3 mánuði svo ég verð í því að grenja úr mér augun þegar ég þarf að kveðja frábært fólk og brosa útað eyrum þegar ég kynnist nýju. Er búin að eignast frábæra vini frá Tanzaniu og Kenya en þau eru í skiptisjálfboðavinnu – hér í 3 mánuði og í Kenya í 3 mánuði. Og ég mun ferðast með þeim e-ð um Tanzaniu til að sjá hvernig verkefnið þeirra gengur fyrir sig og hlakka ég mikið til :)

Mamma; ekki hafa neinar áhyggjur af matarmálum.. þetta er allt í góðum höndum hjá Evu sem eldar besta mat sem ég hef kynnst í langaaaann tíma!

Magga; Hvernig gengur hjá þér? Er ekki allt að koma? Það er sko fyrsti í dag og bráðum fer ég að verða peningaþurfi.. djók! Haha  En updite fyrir þig i stuttu máli
- Bý með öpum, er sveitt og sæt, borða vel!

Annars elsku allir vona þið hafið það gott. Sendi skínandi sólarkveðjur til ykkar héðan frá okkur öpunum! +

Beijo!!!

p.s netið er alveg rosalega mikið á móti mér í heimi sólarinnar en þegar þetta er skrifað hef ég setið við tölvuna í næstum 4 tima og betið eftir nettenginu! Whoopwhoop!

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

I’m on my way!

25. maí 2011 | aevintyri

Jæja þá er allt komið í gang á ný!

Vegna þess að okkar ástkæra Ísland ákvað að demba einu eldgosi á okkur svona í tilefni sumarsins þá fór flugið allt í rugl og staðin fyrir að vera svífa yfir Tanzaniu þá sit ég á Hosteli í London!
En það er frábært, hér hitti ég Þuru og Írisi sem eru á leið í Interrail.. svo það er alls ekki slæmt að hafa misst af annars góðu tengiflugi!
En ætlaði bara að láta ykkur vita að þetta sé allt að hafast. Á flug í kvöld klukkan 21.30 og svo verð ég lent vonandi í Tanzaniu klukkan 13.15 á morgun!

Beijos!

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Heima!

8. apríl 2011 | aevintyri

Jæja þá er ég komin heim eftir 10 mánaða flakk.. Danmörk, Grænland, Ísland, England, Mozambique, S-Afríka, Holland. Þýskaland, Holland og Ísland!
Ferðin heim gekk þokkalega og ég átti frábærann tíma með stelpunum í Amsterdam og hjá Tinnu í Þýskalandi! Takk allir fyrir allt saman!
Eftir endalausar lestaferðir fram og til baka um Þýskaland og Holland, skondnasta gistiheimili sem ég hef lent á, stress að vera tekin í lestinni því ég gleymdi að kaupa lestarmiða, lúr á flugstöðinni sem leiddi næstum til flugvélamissis, bið og endalausa bið eftir elsku fjölskyldunni sem ætlaði að taka á móti mér á flugvellinnum en lét mig bíða í 45min á flugstöðinni því ég hef svo gaman af þvi að vera á flugvöllum þá komst ég loksins, loksins heim!

Ég verð að viðurkenna að djöfull sakna ég elsku Afríku. Ég sakna sólarinnar og jafnvel þess að svitna eins og fíll þegar maður situr í rólegheitunum að drekka vatnsglas, ég sakna elsku krakkanna minna, fólksins, bom dia, boa tarde, boa noite. Ég sakna þess að fá bros frá öllum sem maður mætir, ég sakna þess að taka sturtu undir berum himni með kakkalökkum og froskum, ég sakna þess að borða hrísgrjón og xima, ég sakna þess að standa með Lindu á chappa stöðinni í 2 tíma biðröð á morgnanna, ég sakna þess að berjast um pláss í chappa, ég sakna þess að mæta í dansinn, ég sakna þess að vakna við hundsgelt og hanagal, ég sakna þess að heyra tónlist í hverju horni, ég sakna þess að sjá fólk dansandi á götunum, ég sakna þess að hlaupa út í rigninguna þegar aðrir hlaupa inn, ég sakna lyktarinnar, ég sakna.. ég sakna!
En það er líka gott að koma heim :)

Ég hef lært allveg ótrúlega mikið á síðustu mánuðum. Ég hef lært að njóta lífsins og meta það betur sem ég hef. Ekki gefast upp þó það komi erfiðleikar, á endanum kemur alltaf eitthvað gott. Trúin getur borið þig hálfa leið.. allavegana komst ég allaleið til Mozambique svo það segir sitt! Ég held að allir hafi eitthvað gott fram að færa jafnvel þó þeir haldi að þeir hafi ekki neitt. Þjóðverjar eru yndislegt fólk jafnvel þó þeir taki allt sem þeir borga fyrir! t.d serviettur, sykur, klósettpappír.. haha :) Þú getur lært eitthvað nýtt allstaðar, alltaf. Allir hafa gott af því að kynnast nýrri menningu og nýjum lifsháttum svo þeir geti skilið betur og virt aðstæður og hugsanir annarra. Ég eignaðist góða vini og frábærar minningar sem endast mér til eilífðar.

En ágætu lesendur, þessi x-tra frétt sem eg ætlaði að skella á ykkur er sú að afríku ævintýrið mitt er víst ekki allveg lokið.. Það lítur allt út fyrir það að ég skelli mér til Tanzaniu í sjálfboðastarf fyrir Evrópusambandið.. svo þið þurfið ekki að örvænta að bloggtími minn sé liðinn.. það lítur út fyrir að þetta sé allt saman bara rétt að byrja!

En ætla njóta lífsins á íslandi meðan tími gefst!
Eigið góða helgi
Beijos!

Posted in Óflokkað | 1 ummæli »

Afrika vs Evrópa!

4. apríl 2011 | aevintyri

Jæja mér tókst að komast til Þýskalands eftir þó nokkuð langa ferð og án stórkostlegra uppákomna! Ótrúlegt allveg hreint!

Síðustu dagarnir í Maputo fóru í að kveðja allt og alla og yndislegu vinkonur minar “Big Five” héldu þetta rosalega kveðjupartý handa mér á laugardagskvöldinu (býst við að þið hafið nú þegar séð myndir á fb!) Það var ekkert smá gaman að hitta alla saman og eyða góða kvöldstund. Þær voru búnar að elda ýmislegan mat og svo komum við Sarah með Tipo frá Inhambane og það vakti mikilla ánægju!

Á mánudegi fór ég í síðasta skipti í Infantario, krakkarnir voru svo glaðir að sjá mig aftur en ég  hafði ekki komið síðust tvær vikur vegna ferðalaga. Þetta var án efa erfiðasti dagur sem ég hef þurft að komast í gegnum. Í matartimanum var ég beðin að koma inní matsal og Irma Filomena þakkaði mér fyrir alla hjápina og óskaði mér alls góðs í lífinu og þegar ég hélt að ég gæti ekki hlustað á meir án þess að fara að hágrenja komu nokkrir krakkarnir upp knúsuðu mig og sögðu mér að fara með stolti, óskuðu mér góðrar heimferðar, spurðu hvort ég ætlaði nokkuð að vera lengi í burtu og hvort ég kæmi örugglega ekki aftur!

Ég veit ekki hvenar en ég veit að einn daginn kem ég aftur!

Þriðjudagur rann svo upp og fór dagurinn aðallega í það að hlaupa fram og aftur um bæinn og reyna að kveðja síðasta fólkið, pakka og vesenast. Við Big Five fórum út að borða og svo keyrði Ágústa mig niður að rútustöð - Ágústa takk kærlega fyrir alla hjálpina síðasta árið! - Þar biðu stelpurnar mín +Bito,  Handy og Dauto. Eftir að hafa tekið síðust myndirnar knúsað alla alltof oft og lofað hvor öðru að þetta sé bara “Ate logo” (hittumst seinna) og látið bílstjórann reyna á þolinmæði sína klöngruðumst við Sarah loksins uppí rútú. Ég get allveg sagt að síðasta minningin mín frá Maputo sé ein af þeim fyndnustu en þegar við keyrðum útúr bænum var það síðasta sem við sáum útum gluggan voru stelpurnar að dansa einn af dönsunum sem við lærðum. Vá ég gjrenjaði svo úr hlátri, þetta var bara alltof fyndið að sjá þær þarna hoppandi eins og bavíanar! Fólkið í rútunni var líka allveg frekar ánægt með þessa óvæntu dansuppákomu svo allir fóru brosandi frá Maputo.

Um hálf 5 komum við svo loksins til Joburg. Þar áttum við ansi skrautlegan morgun. Við náðum ekki í strákinn sem við ætluðum að gista hjá svo við eyddum nóttinni inní næsta molli við hliðiná kóksjálfsala, en það var svo hryllilega kalt að við máttum hafa okkur allar við að halda á okkur hita. Við klæddum okkur í sokka í fyrsta sinn í 8 mánuði og settum upp húfur og svo hjúfruðum við okkur við kóksjálfsalann en hann gaf frá sér nokkuð góðan hita sem betur fer! Deginum eyddum við svo í rölti um bæinn meðan við biðum eftir að strákurinn væri búinn í vinnunni. Vá hvað Joburg er stór borg! Þetta er bara það stærsta sem ég hef komist í kynni við, það er fólk útum allt! Stærstu byggingar sem augu mín hafa litið! Þetta var hálfgert sjokk að vera þarna og hugsa til þess að Joburg sé ein af hreinustu borgum sem ég hef séð og svo í nágrannalandinu er höfuðborgin eins og klósett! Það er allveg feikilegur munur á milli þessara tveggja landa. Afrika de Sul er jú mikið ríkari en Mozambique þo fátækt sé líka mikil í Afrika d.S en þú sérð það ekki svo glöggt þegar þú ert staddur í borginni en í Moz er allveg augljóst hversu mikil fátæktin er.

Eftir 3 góða daga í Afrika.d.S. rann svo föstudagurinn upp. Eftir að hafa þeyst um alla Joburg, tekið hinn og þennan chappa, fengið nokkur panikk köst þar sem það var alls ekki víst að ég næði í flugvöllinn í tæka tíð tókst okkur að komasta á flugvöllinn með hjálp frá góðum manni. Vona lukkan elti hann næstu árin! Fjúff..  En ég mátti þola illt augnaráð frá nokkrum flugþjónum og farþegum þegar ég loksins steig uppí flugvélina eftir að hafa fengið far hjá flugstjóranum útí vél! Gott þetta anna!

Eftir 19 tíma ferðalag, rigning, rok og brjálaðan kulda í Istanbul komst ég loksins til Amsterdam! Það var feikilega gott að sjá loksins einhvern sem ég þekkti þegar ég kom auga á Hafrúnu, Svanhvíti og Tinnu á vellinum. Það var feikilega gott að fá að knúsa þær loksins þó það hafi verið og sé enn rosalega óraunverulegt að hitta þær. Ég get bara engan veginn trúað því að ég sé komin aftur til Evrópu eftir 8 mánuði í Afríku.

Svanhvít fór til Íslands um klukkutíma eftir að ég kom svo við Tinna og Hafrún röltum af stað til að kynnast Amsterdam. Við áttum ótrúlega góðan dag í sólinni í Amsterdam og sáum m.a næstum því húsið hennar Önnu Frank, hvað er málið með þetta stálhús sem er búið að byggja þarna allt um kring??!

í gær fórum við þrjár svo yfir til Þýskalands, Hafrún pikkaði upp dótið sitt og hélt heim til Lúx en ég varð eftir heima hjá Tinnu. Ég er búin að drekka ógrynni af mjólk og fara í heita sturtu oftar en nauðsyn er en djöfull er kalt hérna! Og stelpurnar hlógu af mér þegar ég dróg upp lopapeysuna á flugvellinum! Ég þakka guði fyrir að hafa tekið lopann með mér þó mamma hafi sagt í London þegar ég var að fara ” Anna mín þú þarft nú ekkert á lopapeysu að halda í Afríku er það?” Jújú ég notaði hana nú allveg nokkur kvöld þar en hér gæti ég aldrei lifað af án hennar!

Á morgun ætla ég svo aftur yfir til Amsterdam þar sem ég ætla að vera á Hostel Marnex eða e-ð svoleiðis. Og vonandi leikur lukkan við mig og ég næ að halda mér á mottunni og ná vélinni heim á föstudaginn. Ef allt gengur eins og í sögu fáiði næsta blogg frá Íslandi.. og kannski smá x-tra fréttir.. :)

Beijos anna

Posted in Óflokkað | 3 ummæli »

Expressó hvað???!

24. mars 2011 | aevintyri

Mozambique! Linda Mozambique!

Jæja loksins komin aftur i menninguna eftir 18 daga ferðalag um Moz. Tetta var klárlega toppurinn á öllu!

Ferðalagið hófst 04.00 að morgni laugardags þegar góðvinur minn Beni pikkaði okkur Sarah upp og keyrði okkur til junta, en það er aðalrútumiðstöð Moz. Ferðin byrjaði vel með fætingi við mr. löggumann sem vildi mútur því við vorum ekki með pappíra frá Infantario næsnæs! En við erum hörkukvennmenn og létum ekki valta yfir okkur! Nei takk! Eftir 2 tíma bið eftir expressónum okkar kom þessi agalega lúxus rúta! Haleljúja!

Þetta var hið mesta skrapatól sem ég hef séð lengi.. ég var nett stressuð fyrir afturendanum minum að sitja þarna i heila 3 daga! Já í dag er ég með myndarle kassalagaðan afturenda! Rutferdin gekk upp og ofan.. eftir 10 min öskur og læti frá 5 ára strák við hliðiná okkur kom i ljós að mamma hans hafði einhvernvegin tekist ad missa af rútunni! Good job! En það bjargaðist á endanum og mamman hoppaði uppí á næstu bensínstöð. Eftir 14 tíma keyrslu með undarlegu fólki í öftustu röð vöknuðum við upp við að einhver var að þukla a andlitunum á okkur og við opnum augun í okkar sakleysi og þá sjáum við þessi myndarlegu handjárn.. já við ferðuðums með 8 föngum i heila 3 daga.. pinku krípi að komast að þvi í svartamyrki out of nowhere! Annars var þetta ekki svo erfitt, þegar ég hélt ég væri ad fara yfirum leit ég yfir rútuna og þakkaði fyrir ad vera ekki ein af þeim 20 sem þurftu að standa alla leiðina!

Annars komum við til Pemba á mánudegi og áttum yndislega viku þar, kynntumst enn meira af góðu fólki, fallegum stöðum, fórum á karnival, kíktum á fangelsið! Næst var ferðinni haldið til Ilha de Mozambique þar sem við hittum Lindu, 50Cent, Harry Potter og Jackson! Þessi staður er svo ólíkur restinni af Moz, þarna finnurðu gamlar byggingar frá portúgölum og kirkjur og moskvur útum allt, en bærinn er frekar draugalegur þar sem engir peningar eru til til að halda húsunum uppi. En samt sem áður paradís eins og allt annað! Eftir 2 frábærar nætur var haldið til napula þar sem sarah lenti i anskotans ribböldum en við lifðum af og tókum lúxus bus til Beira vid Lindu, þetta var sko alvöru lúxubus, hann hafði loftkælingu, halelúja!

Svo var tekid á honum stóra og við fórum á puttanum frá Beira til Vilianculu.. það var ákaflega sérstakt! Aldrei hélt ég að ég eftir að ferðast með risatrukk eða sitja aftaná pikkupp með hermanni i 40 stiga hita og deila með honum banana!

finallyfinally eftir 10 tima keyrslu meikuðum við það til vil og hittum gamla góða vini og áttum góðar stundir! Síðan var haldið til Tofo til að kveðja madam og tréhúsið með allt liðið frá Vil. i eftirdragi því það vill enginn missa af partýii með Sara og anna!

En í dag er ég aftur í maputo með frekar tómt hjarta eftir að hafa kvatt alla mozmbique og kvatt rúmið okkar Sarah.. það verður skrítið að fara að sofa í nótt og geta byllt sér á alla kanta eftir að hafa deilt rúmi með Sarah i 2 mánuði og meira að segja 6 fólki síðustu nætur undir stjörnubjörtum himni!

Fer til Johannesarborg á þriðjudag svo ég vildi bara láta heyra af mér..  Leyfi ykkur að heyra betri ferðasögu næst!¨

Take care

xoxo

Posted in Óflokkað | 4 ummæli »

Pemba

4. mars 2011 | aevintyri

Jaeja tid faid stutt blogg tar sem internetheimurinn i Moz er ekki vingjarnlegur i dag! Eg er buin ad skrifa 2blogg sem hurfu og nuna er timinn ad verda buinn! Vuhu.. lov a moz..

Allavegana ta er nottin i nott nott nottanna! En eg og Sarah forum til Pemba klukkan 05.00! Pemba er stadsett i nordur Moz. en ferdin tekur ekki nema 3 daga i masibombo! En tad er stor chappa.. get ekki sagt eg hlakki mikid til en einu stoppin sem verda er tegar bilstjorinn er svangur en ta geturu hoppad ut og gert tad sem ter langar til.. en varadu tig! Hann keyrir nefninlega af stad tegar honum hentar hvort sem bilinn er halftomur eda fullur! En tratt fyrir flottann kassalaga rass og vaentanlega gifurlega erfida 3 daga er tessi ferd allveg orugglega tess virdi. En hingad til hafa tessir 8 timar til Inhambane allveg verid nog fyrir mig og tegar eg kemst ut ta langar mer yfirleitt ad leggjast a jordina og fara aldrei aftur i chappa.. En tad er bara ekkert djok ad ferdast  8 tima med aelandi bornum, skapstoru mozambikunum, og haenum i brjaludum hita. Svo 3 dagar,, va eg hlakka til og tad verdur illa god lykt af folki eftir ta ferd.. ojoj

Annars eru krakkarnir i Infantario ad hafa tad gott, Baltazar og Tanuza fluttu yfir i casa 4 tar sem tau una ser vel og geta loksins fengid ad leika ser almennilega og Tanuza tarf ekki ad eyda brodurparinum af deginum a klosettinu. Eg er ad gera mitt besta til ad njota seinusu viknanna og i sidustu viku var farid a tonleika fimt, fost, laug og sun..ekki amalegt tad!

Eg laet vita betur af mer i Pemba, en fra Pemba verdur farid til Napula, Ilha de Mozambique, Qulimane og svo kannski kikt i heimsokn til godra vina i Vilianculo og Tofo.. sjaum til hvernig timinn lidur en eg legg af stad til Johannesborg i kringum 26 mars! Tetta er svo alltof stuttur timi, gud hjalpi mer!

Eins gott eg fai godar motokur tegar eg kem heim annars er vodin vis ad eg stingi af med naestu flugvel til paradisar!

Hafid tad gott

xoxo

Posted in Óflokkað | 2 ummæli »

« Fyrri færslur Nýrri færslur »